Goðasteinn - 01.06.1976, Page 81
Teitur á Grjótá var meðalmaður á vöxt, þykkur undir hönd,
glaðlegur á svip, ræðinn og léttur í máli, glöggur á búfé og þó
einkum afburða glöggur á menn, þekkti alla aftur, sem hann sá
einu sinni, jafnvel þó mörg ár liðu þar til hann sá menn aftur.
Árið 1873 urðu þáttaskil í lífi Teits Ólafssonar. Þann 24.
október það ár gekk hann að eiga hcitmey sína, Sigurlaugu Svcins-
dóttur frá Lambalæk, sem áður var getið. Þau hófu búskap á
Grjótá á móti Jóni cldra, bróður Teits, það sama ár, en Jón hafði
tekið þar við hálfri jörðinni 1. júní 1872 og bjó þar til ársins 1887
að hann flutti að Mið-Sámsstöðum og bjó þar síðan. Þegar Jón
hætti búskap á Grjótá tók hans ábúðarhlut Sveinn Sveinsson frá
Kirkjulæk og bjó þar með konu sinni, Arnbjörgu Guðmundsdóttur
til dánardægurs, en hann lést árið 1893. Þau Teitur og Sigurlaug
tóku þá alla jörðina og bjuggu þar til ársins 1910, en það ár tók
Sveinn sonur þeirra hjóna við búi og jörð á Grjótá og bjó þar
með konu sinni, Vilborgu Jónsdóttur frá Kirkjulæk í 45 ár eða
þar til hann andaðist hinn 28. septembcr 1955.
Þau Teitur og Sigurlaug bjuggu notalegu búi á Grjótá þó ekki
mættu þau kallast rík, en skortur var þar aldrei í búi,afkoman
mun hafa verið svo scm gerðist á flestum bæjum í Fljótshlíð á
þeim árum. Teitur var lagvirkur maður, sneið og saumaði mikið
af skinnklæðum, sem þóttu vel unnin og vönduð að allri gerð,
einnig var hann eftirsóttur hleðslumaður við húsabyggingar, en
þá voru öll útihús byggð úr grjóti og torfi og varð því að vanda
allan frágang veggja svo sem kostur var, vann Teitur því oft utan
heimilis hjá nágrönnum við byggingar og fleira og stjórnaði Sigur-
laug þá búinu af festu og myndarskap, en hún var talin greind
kona og ákveðin í skoðunum, meðalkona á vöxt, hæg í framkomu
og tali, góð búkona.
Oft var gestkvæmt á Grjótá hjá þeim Teiti og Sigurlaugu, margir
áttu erindi við húsbóndann, því eins og fyrr segir, var Teitur oft
hjálplegur við nágranna sína og komu því margir í ýmsum erind-
um. Bæði voru hjónin gestrisin og ræðin, börn af næstu bæjum
komu þar oft saman til leika og mættu jafnan hlýju og skilningi
húsbænda, var þá stundum gleði og glaumur á Grjótá, farið í ýmsa
leiki og sungin kvæði, farið með vísur og gátur og kveðist á. Allt
Goðasteinn
79