Goðasteinn - 01.06.1976, Side 84

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 84
spyrst um nágrennið gengur Runólfur heitinn á Rauðalæk á tal við mig og segir: „Heyrðu Þorsteinn, ég hefi heyrt því fleygt, að þig langi til að byggja austan við ána, í Rangárvallahreppnum.“ „Já, ég var að spekúlera í því“, svara ég, ,,mér líkar staðurinn betur þar.“ Þá segir hann: „Ég skal gefa þér lóð undir fyrirtækið þitt, svo stóra sem þú telur þig þurfa, allt utan frá Brekknaholti austur að Ægissíðu.“ „Þakka þér nú fyrir þetta höfðinglega boð, Runólfur minn,“ svara ég, ,,en ég ætla að kaupa land á eystri bakkanum. Mér líst betur á mig þar.“ Á Helluvaði situr Gunnar Erlendsson, og fala ég af honum spildu. Þykir mér hún seld nokkuð dýru verði, en kaupi samt, því austan ár skal verslunarhúsið rísa af grunni. Landið, sem ég eignast þarna, er smásnepill, hefur sneiðst af Helluvaðslandi að brautinni, þar scm hún liggur í boga frá ánni, og suður að Gadd- staðamörkum. Og fyrir þennan smá-bölvaða-snepil greiði ég þús- und krónur, geypiverð í þá daga. En þetta er góður staður að ýmsu leyti. Þarna er nægt vatn, en hvergi gott vatnsból vestan ár, og svo er fegurðin mikil. Áin falleg. Og þá er komið að því að byggja. Verslunarhúsið á að vera tvílyft og undir steyptur kjallari. Ég panta frá Noregi tilsniðið timbur, hverja spýtu telgda í tólf sinnum tólf. Ég steypi kjallarann og bíð síðan eftir timbrinu. Ég á að greiða timbrið við afhendingu og fer á stúfana eftir mönnum að hjálpa mér með víxil. Þeir koma brátt í leitirnar. Jónas ríki, sem kallaður var, á Hóli í Landeyjum, ætlar að gefa víxilinn út og Guðjón heitinn í Ási að vera ábyrgðarmaður. En þá fellur 500,00 króna víxill á Jónas, og ber hann sig illa og segir, að hann geti ekki gengið í ábyrgð fyrir mig. Hann sé fallinn hjá honum Gunnari á Selalæk og verði trúlega að borga allt saman. Nú þykir mér heldur syrta í álinn. Skipið kemur innan fárra daga með timbrið, og engir peningar að greiða með viðinn. Ég sé eklci aðra leið en að halda á fund míns besta velgerðarmanns, Einars á Bjólu, og spyr, hvort hann vilji skrifa upp á fyrir mig með honum Guðjóni. 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.