Goðasteinn - 01.06.1976, Side 92
]ón R. Hjálmarsson:
Stríðið heldur áfram
SMÁSAGA
Það er misjafn sauður í mörgu fé, segir orðtakið, og er mikill
sannleikur í því fólginn. En óvíða á þessi speki jafnvel við og í
hópferðum innan lands og utan. Þá fyrst skynjar maður rækilega
fjölbreytilcika og blæbrigðamun cinstaklinganna, er þeir fá tæki-
færi til að þjóna kenjum sínum og duttlungum við misjöfn skil-
yrði og margvíslegan aðbúnað í langferðum um byggðir og óbyggð-
ir. Sumir eru sífellt glaðir og þægilegir á hverju sem gengur, ör-
fáir eru önugir og viðskotaillir, cn stærsti hópurinn liggur einhvers
staðar þar á milli.
Oft hef ég verið leiðsögumaður með hópum útlendinga hér
um landið og á margar skcmmtilegar endurminningar frá þeim
ferðum. Má raunar fullyrða að flestir þcir, sem hingað koma sem
ferðamenn og njóta leiðsagnar kunnugra heimamanna v.ið að skoða
fegurstu staði íslenskrar náttúru, fari héðan glaðir og ánægðir og
hafi þá gjarna við orð, að hingað vilji þeir koma sem fyrst aftur.
Og það gera líka ýmsir þeirra, þótt íslandsferðir séu miklu dýrari
en margar aðrar ferðir á markaðinum. En einn var sá maður í
hópferð fyrir nokkrum árum, sem ekki hafði í hyggju að koma
hingað í bráð aftur, heldur þóttist hann vera feginn að komast
á braut eftir kynni sín af útskeri þessu.
Það var stór hópur, sem ég var með í þctta skiptið og fólk af
ýmsum þjóðernum, en mest var þar af Austurríkismönnum og
Þjóðverjum. Nefndi fólkið sig gjarna Miðevrópubúa án frekari
skilgreiningar, Ég tók á móti ferðalöngunum á flugvellinum við
Keflavík og ók með þeim til Rcykjavíkur til gistingar. Leist mér
90
Goðastebm