Goðasteinn - 01.06.1976, Page 94

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 94
voru ekki eins og á hótelum á meginlandinu, veðrið var bæði kaldara og úrkomusamara en upp hafði verið gefið í einhverjum ferðamannabæklingi, og veg.irnir okkar fcngu ekki háa einkunn hjá honum, svo sem heldur ekki var við að búast. En látum það vera, sagði hann við mig í trúnaði, ég hekl það út, meðan það versnar ekki. Samkvæmt áætlun ventum við okkar kvæði í kross cftir nokkra daga, yfirgáfum sudda og dumbung Suðurlands og fórum um Kjal- veg norður í land. Þetta var talsvert ævintýri og þurfti mikinn útbúnað, því að við áttum að gista eina nótt í skálanum á Hvera- völlum. Meðal annars höfðum við með okkur nesti og ullarteppi til að sofa við þar efra. Við ókum scm leið liggur frá Gullfossi upp í Hvítárncs, þar sem við áðum og snæddum, áður en lengra var var haldið upp á hálendið. Veður var hið fegursta, bjart yfir jökl- unum og fjallasýn stórfengleg. Allt var þetta nýtt og óvenjulegt fyrir þessa framandi ferðalanga og allir nutu fararinnar í ríkum mæli, nema einn. Það var maðurinn með örið. Hann trúði mér nú fyrir því, að hitt fólkið liti sig sífellt hornauga og sneiddi hjá sér, og þó eru margir þýskir eins og ég, bætti hann við. Hefurðu tekið eftir því að ég er alltaf einn í aftasta sætinu í bílnum? hálf- hvíslaði hann mcð biturri röddu. Það vill víst enginn sitja hjá mér. - Auðvitað hafði ég séð þetta, en það var langt frá því, að samfcrðafólkinu væri um að kenna. Samkvæmt samkomulagi í upphafi fcrðar var skipt um sæti á hverjum morgni eftir ákveðinni reglu, sem allir fóru eftir, nema þessi maður. Hann sat alltaf einn aftast í bíinum og hreyfði sig ekki þaðan. En nú fannst honum að hinir ættu sök á þessu, hvernig svo scm hann hefur komist að þeirri niðurstöðu. Eftir langvarandi hristing um veglcysur náðum við síðla dags til Hveravalla og voru þá allir fegnir að komast í náttstað. Gengið var um hverasvæðið og skálinn skoðaður hátt og lágt; Þá var matast, masað og skvaldrað og farið í sundlaugina góðu, sem þarna cr rétt við skálavegginn. Þegar rökkva tók, var hitað te og slegið upp kvöldvöku með sögum og söng frarn undir mið- nætti. Þá tók fólk á sig náðir, konur niðri og karlar á loftinu. Allir fengu ullarteppi til að breiða ofan á sig og var það nóg, 92 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.