Goðasteinn - 01.06.1976, Side 97

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 97
sinn garð, þar sem hann þóttist vita að allir aðrir gestir hennar hefðu betri hcrbergi cn hann. Rann mér til rifja, hvernig maður- inn lét og fór að afsaka þctta við konuna, en hún svaraði þá af bragði, að það gerði ekkert til, því að hún skildi ekki orð af rausi hans. Ég sagði henni þá það helsta úr máli hans og viðurkenndi konan þá að nokkuð væri hæft í því, sem maðurinn héldi fram, þar sem hún af sérstökum ástæðum hefði tekið inn fleiri gesti en góðu hófi gegndi. Bauð hún honum og betra herbergi í húsi, sem væri þar allfjarri, en hann neitaði því strax og kvaðst eiga rétt á góðu herbergi þarna á staðnum eins og hitt fólkið og raunar miklu fremur cn það. Reyndi ég með öllum ráðum að sefa manninn, en lengi vel bar það engan árangur. Hann harðneitaði að fara í annað hús, hvað þá að sofa í skáp þeim, er honum hefði verið sýndur. Var helst á honum að heyra, að hann mundi fremur sitja þarna í anddyrinu alla nóttina en taka því, sem í boði var. Loks hug- kvæmdist mér ráð til að róa hann. Sagði ég honum að ófært væri að sitja uppi yf.ir nóttina, því að löng og erfið ferð væri fyrir hcndu.m næsta dag, og spurði hvort hann vildi nú ekki reyna að sofa þarna uppi gegn því, að hann fengi endurgreitt, það sem hann hefði borgað fyrir gistinguna. Dugði þetta nokkuð vel og samþykkti hann þessa hugmynd með semingi og eftir nokkrar umræður, en konan lofaði hátíðlega að standa skil á gjaldinu, áður cn við færum. Var honum nú runnin reiðin að mestu, svo að allt fór þetta betur en áhorfðist um sinn. Við gistum aftur næstu nótt á sama stað. Var þá orðið rýmra á hótelinu og hægt að fá stærra herbergi og með öllum þægindum. En gesturinn kærði sig þá ekkert um að breyta til og sagði að það tæki því ekki úr því, sem komið væri. Og áður en við lögðum upp alfarin þar næsta morgun, var ég vitni að því, er konan greiddi honum fyrir gistingu í tvær nætur í góðu einkaherbergi með heitu og köldu vatni. Þakkaði þá minn maður fyrir sig og skildu þau sátt og næstum því með vináttu. Segir nú ekki öllu meira af þessum sérlundaða samferðamanni, sem alltaf hélt að verið væri að níðast á sér. Við flugum suður frá Akureyri og ferðin var brátt á enda. Allt hafði gengið eins Goðasteinn 95

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.