Goðasteinn - 01.06.1978, Side 13
einnig fyrstur eða með fyrstu mönnum í Fnjóskadal til að fá vagn
og lét naut draga hann. Vera má þó að vagninn hafi komið fyrr
og hafi Kristján faðir Skúla smíðað hann. Hjólbörur voru einnig
notaðar á sama tíma.
Mikill búskapur var á Sigríðarstöðum í tíð þeirra feðga Kristjáns
og Skúla. í tíð Kristjáns og síðar Benedikts var farið með 16 hesta
í kaupstaðarferð. Þá var farin vörufcrð með ullina og tólgina. Tólgin
var nýbrædd sett í þar til gerða belgi og flutt í þeim í kaupstaðinn.
Alltaf var fært frá og lömbin rekin á Flateyjardalsheiði. Þangað
var einnig rekið geldfé. Gengu rekstrarnir á vorin, þegar verið
var að rýja. Naut voru rekin á fjall. Á Flateyjardalsheiði voru
stundum naut og gerðu heiðina ógreiðfæra. Einu sinni hafði naut
nærri grandað manni, en sá hafði hníf og særði það í mið-
nesið. Varð nautið svo hrætt, er það sá úr sér blóðið, að það
hljóp á brott allt hvað það gat. Naut gengu þá víða laus í högum.
Einu sinni kom mannýgt naut að Sigríðarstöðum frá Hallgilsstöðum.
Þar bjó þá Tryggvi Gunnarsson. Nautið óð inn í bæ. Var þá að-
eins kvenfólk heima og forðaði sér upp á loft og beið þar uns pilt-
arnir komu og tóku nautið.
Matarvist var góð allan ársins hring. Einar í Skógum, ferjumaður
á Fnjóská, sagði um þá Sigríðarstaðapilta að þeir væru ekki loppnir,
enda fengu þeir margan góðan bita af kjöti og annan kraftmikinn
mat. Kaffi var fyrst á morgnana. Eftir dagmálin, um kl. 10, var
skyrhræringur og slátur og brauð og kaffi á eftir. Miðdegisverður
var oft mjólkurgrautur, kjöt og brauð og smjör og harðfiskur. Suma
daga voru baunir með feitu saltkjöti. Hangikjöt var til matar öðru
hverju. Á kvöldin var venjulega skyrhræringur með mjólk og slátri.
Mikið var tckið af ostum á sumrin. Svið og slátur var mjög mikið
til matar að hausti og fyrst framan af vetri. Fiskmeti var sótt á
vetrum á sleðum út í Höfðahverfi í skiptum fyrir landafurðir.
Margir askar voru til á heimilinu. Var alltaf farið með hræring og
mjólk í aski hvers á engjar. Blöndu eða sýru var farið með í gömlum
mjög fallegum grænmáluðum legli.
Oftast var vel heyjað og kom sér stundum vel á hörðum vetri,
þegar bændur þraut hey. Einn harða veturinn voru allar ærnar
teknar af Hallgrími í Fremstafelli. Kom vinnumaður með þeim
Goðasteinn
11