Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 13

Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 13
einnig fyrstur eða með fyrstu mönnum í Fnjóskadal til að fá vagn og lét naut draga hann. Vera má þó að vagninn hafi komið fyrr og hafi Kristján faðir Skúla smíðað hann. Hjólbörur voru einnig notaðar á sama tíma. Mikill búskapur var á Sigríðarstöðum í tíð þeirra feðga Kristjáns og Skúla. í tíð Kristjáns og síðar Benedikts var farið með 16 hesta í kaupstaðarferð. Þá var farin vörufcrð með ullina og tólgina. Tólgin var nýbrædd sett í þar til gerða belgi og flutt í þeim í kaupstaðinn. Alltaf var fært frá og lömbin rekin á Flateyjardalsheiði. Þangað var einnig rekið geldfé. Gengu rekstrarnir á vorin, þegar verið var að rýja. Naut voru rekin á fjall. Á Flateyjardalsheiði voru stundum naut og gerðu heiðina ógreiðfæra. Einu sinni hafði naut nærri grandað manni, en sá hafði hníf og særði það í mið- nesið. Varð nautið svo hrætt, er það sá úr sér blóðið, að það hljóp á brott allt hvað það gat. Naut gengu þá víða laus í högum. Einu sinni kom mannýgt naut að Sigríðarstöðum frá Hallgilsstöðum. Þar bjó þá Tryggvi Gunnarsson. Nautið óð inn í bæ. Var þá að- eins kvenfólk heima og forðaði sér upp á loft og beið þar uns pilt- arnir komu og tóku nautið. Matarvist var góð allan ársins hring. Einar í Skógum, ferjumaður á Fnjóská, sagði um þá Sigríðarstaðapilta að þeir væru ekki loppnir, enda fengu þeir margan góðan bita af kjöti og annan kraftmikinn mat. Kaffi var fyrst á morgnana. Eftir dagmálin, um kl. 10, var skyrhræringur og slátur og brauð og kaffi á eftir. Miðdegisverður var oft mjólkurgrautur, kjöt og brauð og smjör og harðfiskur. Suma daga voru baunir með feitu saltkjöti. Hangikjöt var til matar öðru hverju. Á kvöldin var venjulega skyrhræringur með mjólk og slátri. Mikið var tckið af ostum á sumrin. Svið og slátur var mjög mikið til matar að hausti og fyrst framan af vetri. Fiskmeti var sótt á vetrum á sleðum út í Höfðahverfi í skiptum fyrir landafurðir. Margir askar voru til á heimilinu. Var alltaf farið með hræring og mjólk í aski hvers á engjar. Blöndu eða sýru var farið með í gömlum mjög fallegum grænmáluðum legli. Oftast var vel heyjað og kom sér stundum vel á hörðum vetri, þegar bændur þraut hey. Einn harða veturinn voru allar ærnar teknar af Hallgrími í Fremstafelli. Kom vinnumaður með þeim Goðasteinn 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.