Goðasteinn - 01.06.1978, Page 16

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 16
scm Helga sá Einar, var hún nýlega fermd og var með Guðrúnu sinni að færa fólkinu mat á engjar. Voru þær á hcimleið með tómar eltiskinnsskjóður, sem sumt af matnum var borið í, t.d. smjör og brauð. Sáu þær þá Benedikt og Einar koma ríðandi uppi á leitunum. Munu þeir hafa verið að koma frá Akureyri á leið til Ljósavatns. Átti Benedikt þá heima þar. Vildu þær stúlkurnar þá fara ofar til að mæta þeim eigi, en Benedikt gamli þekkti þær og kallaði hátt: „Skakkt stelpur! Komið hér,“ og gaf þeim aura. Þegar þær fóru, sagði hann svo: ,,Og farið nú með buddurnar ykkar.“ Einar sagði við þær í þessum orðaskiptum: „Verið þið ekkert hræddar við hann, komið til hans.“ Helga mundi eftir Þorláki á Stóru-Tjörnum, er síðar fór til Ameríku. Segir hún að einu sinni sem oftar hafi hann komið að finna föður hennar, því þeir voru vel kunnugir. Var Þorlákur barn- góður, lék sér við systurnar, lét þær fara í feluleik og lyfti þeim upp á fjalirnar í húsunum, sem þær aldrei höfðu komið upp á. Þótti þeim þetta besta skemmtan. Tryggvi Gunnarsson og Halldóra Þorsteinsdóttir frá Hálsi bjuggu á Hallgilsstöðum. Voru þau fátæk. Elísabet og Sigríðarstaðafólkið sendi þeim bæði skyr og smér. Halldóra var hin vænsta kona en heilsulítil mjög. Tryggvi kom að Hálsi, þegar Helga var orðin þar prestkona, og sagði þá að m.ikið hefði sig langað til að ná í Sigríðar- staði, þegar Helga amma hennar hætti búskap og fór til dóttur sinnar á Möðruvöllum. Sigríðarstaða Helga hefur sagt að þar hafi nú staðið styrinn um, því þeir Benediktssynir frá Stóruvöllum hefðu reynt að hreppa Sigríðarstaði eftir föður sinn, seinni mann Helgu, en Skúli var óðalborinn til jarðarinnar og fékk haldið henni. Frú Helga segir frá því, að þegar hún var telpa á Sigríðarstöðum, var þeim börnunum boðið ásamt foreldrum og öllu fólkinu, sem komist gat frá S.igríðarstöðum í brúðkaupsveislu að Stóru-Tjörnum. Giftu sig þá Gísli og Elínborg. Helga segir að pabbi hennar hafi reitt sig, en allt fólkið fór ríðandi í blíðskaparveðri, að vori að hana minnir. Sátu konur úti og greiddu sér við lækinn á Stóru-Tjörnum. Þetta var fyrsta brúðkaupsveislan, sem Helga var í. Arnfríður á Ljósavatni skautaði brúðinni, seinna kona Stefáns í Möðrudal. Þótti basl Þing- eyingum, er Stefán vildi heldur vera í Möðrudal og þótti minna til 14 Goðastehm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.