Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 19
hjá sér svolítinn tíma. Kristveig segir: „Ég er ánægð í elskunni,
ég er ánægð.“ Þá segir Elísabet: „Sástu ekki í hinn staðinn?“ Krist-
veig svaraði: „Já, ég sá þangað, en þar var mikill fræsagangur.“
Svo vaknaði Elísabet og mundi glöggt drauminn.
Á Hálsi i Fnjóskadal
Séra Pétur Jónsson varð prestur á Hálsi 1883. Hann giftist Helgu
Skúladóttur 6. júlí 1886. Hann átti í sumu andstætt á Hálsi, cnda
var þá árferði slæmt. Jóhann á Víðivöllum var einn helsti mótstöðu-
maður hans. Dóttir Jóhanns, Guðrún, heimtaði að séra Pétur
fermdi sig, sagðist annars verða ófermd. Kom Gísli í Hrísgerði
greindarmaður, með boð frá foreldrum Guðrúnar um að biðja séra
Pétur að ferma hana. Gekk hún svo með hinum börnunum til
spurninga, bráðgreind og myndarleg stúlka. Móðir Jóhanns á Víði-
völlum krafðist þess að séra Pétur jarðsyngi sig og enginn annar.
Hélt hún mikið upp á séra Pétur. Var hún grafin á Illugastöðum,
hét Sigríður, besta kona. Man Helga eftir því að hún og fólkið
á Hálsi fór á skíðum að Illugastöðum og áin öll á haldi. Fólkið
á Víðivöllum kom á sleðum. Dóttir Sigríðar hafði verið jörðuð á
Iilugastöðum og því var hún jörðuð þar en ekki á Draflastöðum.
Séra Pétur fór fyrir séra Jón á Þönglabakka út í Flatey tii að
ferma sama árið og Jóhanna dóttir hans fæddist. Voru þá vor-
harðindi mikil svo hey fékkst ekki handa hestum. Varð að fara
með hestana, er séra Pétur hafði til ferðarinnar, strax heim aftur.
I Flatey var þá mjög hart í búi. Mest björg var að selveiði og fékk
séra Pétur sel að borða. Þá var íshröngl mikið á Skjálfanda og vont
að komast til eyjarinnar. Var þetta ein af mestu svaðilförum, er
Séra Pétur fór.
Frú Helga var prestskona á Hálsi, þegar það vildi til að tvær
stúlkur frá Halldórsstöðum í Laxárdal urðu úti milli Halldórsstaða
og Þverár. Fóru til fagnaðar að Þverá (að hana minnir, fremur en
fagnaðurinn hafi verið á Halldórsstöðum og stúlkurnar frá Þverá).
Fagnaður þessi var á jóladagskvöldið. Örskammt er milli bæjanna.
Fóru á skemmtistaðinn í ljósaskiptum. Hafði verið vani að halda
skemmtun á þessum bæjum á jóladagskvöld. Um nóttina fóru þær
frá Þverá og ætluðu heim en villtust af le.ið. Heima var haldið
Goðasteinn
17