Goðasteinn - 01.06.1978, Page 20

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 20
að þær hefðu orðið kyrrar á Þverá, en er það vitnaðist að þær hefðu farið þaðan um nóttina, var farið að leita. Þær fundust eftir 11 dægur. Alltaf var hríð meðan á leitinni stóð. Þær fundust loks báðar saman á Fljótsheiði (man samt ekki hvað heiðin var kölluð þarna) og báðar örendar, þó haldið jafnvel að önnur þeirra hefði verið með lífsmarki. Slóðir þeirra sáust í túninu á Halldórs- stöðum við Myllulækinn. Sást að önnur hafði farið ofan í lækinn með fótinn. Gestnauð var mikil á Hálsi og öllum vel fagnað. Er það sam- mæli manna um séra Pétur og frú Helgu að aldrei var hjá þeim gerður mannamunur, aliir voru jafn velkomnir, æðri sem lægi og aldrei tekin borgun fyrir greiða. Hestunum var hýrt ekki síður en gestunum. Oft voru margir hýstir fleiri daga í senn. Allur viður- gerningur var hinn besti og stórmannlegasti. Var frú Helga mikil forsjárkona og hafði nægar og góðar vistir í búi. Kunni hún vel að geyma íslenskan mat, súran og saltan. Sagði prófessor frá Ástralíu að þá fyrst, er hann hafði dvalið eina viku á Kálfafellsstað, skildi hann hve íslenskt mataræði væri hollt og gott og ætti vel við lofts- lag landsins. Þetta sá hann í matnum, sem frú Helga var búin að geyma frá hausti fram á sumar. Jóhanna dóttir séra Péturs og frú Helgu fæddist 19. apríl 1888. Var þá allt lagt með ís og snjó og allir lækir á haldi, svo riðið var á rifahjarni milli Háls og Sigríðarstaða. Þinghús var á Hálsi. Vorið 1890 var þar þingað laugardaginn fyrir trinitatis af Benedikt Sveins- syni sýslumanni og allir þingbændur mættir. Var öllum gefið kaffi. Á trinitatis, 1. júní, var fermt á Hálsi og var þá mikil önn við kaffi- veitingar og við að búa börnin, skauta stúlkunum og búa sem best var hægt. Höfðu þá Helga og stúlkur hennar mikið að snúast. Um kvöldið, er allir gestir voru farnir og heimilisfólk allt farið að hátta og prestskonan að búa sig til hvílu, þá langt komin á leið að Jar- þrúði dóttur sinni, sá hún að hópur af fólki kom ríðandi heim á hlað. Var þetta séra Arnljótur Ólafsson með alla sína fjölskyldu. Var strax brugðið við og farið ofan til að taka á móti gestunum, elda mat og búa upp rúm, en tveir eða þrír næturgestir voru fyrir. Allt þetta fólk fór ekki af stað fyrr en síðla næsta dag. Séra Arn- ljótur var þá nýorðinn prestur á Sauðanesi og var að flytja búferlum þangað austur. Var slæmt veður, er fólkið bjóst brott og gránaði 18 Goðasteirm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.