Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 21
í Fljótsheiði. Ekki var þá að fullu tekinn upp gaddur við bæinn á
Hálsi.
Heiga ól Jarþrúði dóttur sína aðfaranótt þriðjudagsins 3. júní.
Yfirsetukona var Sigurbjörg á Holtsgerði á Svalbarðsströnd, sem
þá var orðin ekkja. Voru þær Helga og hún vinkonur. Einnig var
sent að Lundi til Sigurveigar, móður systranna á Hróarsstöðum.
Komu þær jafnt að hliðinu á Hálsi. Sigurveig var þá yfirsetukonan
og gekk allt vel við fæðinguna.
Vorið 1893 fluttu séra Pétur og Helga frá Háisi að Kálfafells-
stað í Suðursveit. Lögðu þau af stað í ferðina um miðjan dag um
fardagaleitið. Foreldrar Helgu fylgdu henni. Með í för voru Björn
Klemenzson vinnumaður á Sigríðarstöðum, sem vistast hafði til
prestshjónanna, ágætur maður og trúr, og Vilborg Jónsdóttir frá
Litlutungu í Bárðardal, seinna lengi við Edinborgarverslun, ágætis
stúlka. Var þeim báðum eins treystandi fyrir annarra eigum eins og
þau ættu þær sjálf.
Fnjóská var farin á ferju hjá Skógum. Ferjumaður var Einar í
Skógum, sem var kvæntur systur Jóhanns Bessasonar, föðursystur
Unnar konu Kristjáns Skúlasonar á Sigríðarstöðum. Hrossin voru
látin synda yfir. Jarþrúður, er var þriggja ára, vildi ekki láta bera
sig út í vatnið en sagðist vilja fara inn í baðstofu. Björn reiddi hana
Þegar komið var upp á Vaðlaheiði, var hríðarhraglingur en festi
ekki snjó. Jóhanna, elsta barnið var þá 5 ára og Elísabet aðeins 15
vikna. Reiddi Helga hana sjálf á klakksöðli eða nýja söðlinum eins
og þá var sagt. Þau komu öll að Varðgjá til gistingar og var tekið
með ágætum hjá Margréti systur Skúla á Sigríðarstöðum og seinna
manni hennar, Hermanni. Margrét var móðir Þóru konu Garðars
Gíslasonar og Snjólaugar konu Bjarna Arasonar.
Hermann flutti þau morguninn eftir á bát sínum yfir að Akur-
eyri. Þar var gist hjá Marselíu frá Möðruvöllum, föðursystur Helgu.
Á Akureyri var viðstaðan stutt og farið þaðan með skipi til Seyðis-
fjarðar. Samskipa þeim til Seyðisfjarðar var séra Matthías Jochums-
son. Hcfðu þau heimsótt hann á Akureyri og hann þau að Hálsi,
er hann var að fylgja bróðursyni sínum, séra Jóni Arasyni, að Þór-
oddsstað. Magnús sonur hans var jafngamali Jóhönnu Pétursdóttur.
Lét séra Matthías jafnan skila kveðju frá Magga til Jóhönnu. Að
vestan voru svo kynnin rík við móðurfólk séra Péturs, svo sem
Goðasteinn
19