Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 27

Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 27
vesturvegg innanverðan var hlaðinn grjótpallur, þar sem meisarnir voru geymdir, troðnir af heyi. Gengið var úr hlöðu og heygarði milli fjóss og tuddakofa og nokkrar hellutröppur niður á fjósstétt, þegar meisarnir voru bornir til fjóss. Það var kallað að bera meis- ana frammá. Og nú vorum við Helga að sækja ábætra upp í hlöðu, því að Halla ætlaði að fara að gefa nýbærunum úr þeim fyrir mjaltir. Helga var rétt á undan mér, en ég var að koma með 2 litla ábætra sinn í hvorri hönd út úr hlöðudyrunum. Þá ríða ósköpin yfir - voðalega harður jarðskjálftakippur. Ég datt kyllifiöt fram yfir mig og þaut upp á tuddakofa, þegar ég komst á fætur. Kofinn titraði enn. Þetta var grjóthlaðinn kofi með torfþekju. Helga datt fram yfir sig á fjóströppurnar. Halla og pabbi komu í ósköpum út úr fjósinu og duttu fram yfir sig á stéttina, hann með kartöfiukassa í höndunum. Hrossin höfðu verið að kroppa moð framan við lágan grjótgarð neðan við fjóshauginn. Garðurinn hrundi og hrossin urðu skelfingu lostin við skjálftann. Þau geistust í loftköstum niður Kirkjubrekku og yfir lækinn, alla leið fram á Móa austur við Rangá. Nú er að segja frá hinu fólkinu. Það var allt uppi á lofti í bað- stofunni. Mamma var að prjóna á litla hringprjónavél, en á hana voru aðallega prjónaðir sokkar. Prjónavélin var fest á borð við suðurglugga í baðstofunni. Strákarnir voru að leika sér að hoppa yfir langan lausan bekk (setubekk). Bekkurinn skall og svo strákarnir á gólfið. Þuríður systir ætlaði að stökkva niður stigann og út göngin, en Eiríkur kallaði höstugt til hennar að fara ekki þar út. Eirík grun- aði, að í slíkum voðaskjálfta myndu grjótveggir skála og bæjardyra hrynja, sem og varð. Hljóp svo fólkið allt í skelfingu út um norður- gluggann, 8 manns með Engilbert tveggja ára. Fólkið sagði að það hefði verið líkast því sem baðstofan sporðreistist frá norðri til suðurs. Baðstofuklukkan, sem stóð í kassa á þilinu, skall fram á gólf - að öðru leyti man ég ekki hvað fór úr skorðum innan bæjar nema það, að norðurveggur skála og austurveggur bæjardyra hrundu. Ég man eftir að veggirnir voru hlaðnir upp um vorið, einnig þurfti að lagfæra bita og grind skálans, sem hafði skekkst. Kirkjan skekkt- ist á grunninum og hallaði til suðurs og voru 2 smiðir fengnir tii að rétta hana og lagfæra fleira sem fór úr skorðum við hana. Þetta voru þeir Einar Jónsson bóndi á Eystra-Geldingalæk og Goðasteinn 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.