Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 38

Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 38
Sigurður á Brúnum féll frá mjög fyrir aldur fram 1936 og þótti að héraðsbrestur. Þremur árum síðar giftist Björg Sigmundi Þorgils- syni frá Knarrarhöfn, skólastjóra undir Vestur-Eyjafjöllum. Fluttu þau að Ásólfsskála 1940 og bjuggu þar líkt og við þjóðbraut þvera, eins og segir í gömlum sögum, til 1964. Voru þau samvalin í því að laða að sér gesti. Fóru þar jafnt saman rausnarlegar veitingar og skemmtandi samræður. Asi og önn nútímans voru þá ekki búin að trufla fólk svo messugestir á Skála gáfu sér góðan tíma til að eiga fagnaðarstund á heimili Bjargar og Sigmundar. Þaðan á ég margar góðar minningar og ekki dró það úr dvölinni að geta átt sálufélag við Önnu Vigfúsdóttur, mágkonu Bjargar. Ekki metur maður slík heimili að verðleikum fyrr en þau eru horfin af sjónar- sviðinu. Sigmundur Þorgilsson var kennari minn í barnaskóla, maður hug- sjóna og framfara og lifði ætíð meir fyrir aðra en sjálfan sig. Hann opnaði mér ungum í endursögn kennslu töfraheim íslendingasagna og marga góða bók flutti maður heim með sér úr bókaskápum kennslustofunnar á Ystaskála. Margar þeirra hafði kennarinn lagt til hennar af eigin efnum. Björgu kynntist ég best, er hún var orðin húsfreyja á Ásólfsskála. Ljúfiyndi hennar og mannúð duldist engum. Öllum leið vel í ná- vist hennar, mönnum, málleysingjum og jarðargróða. Garðurinn, sem hún ræktaði framan við bæinn á Skála, bar henni best vitni. „Margt eitt kvöld og margan dag“ hlúði hún þar að ungviði og blómum og virtist þá gleyma heilsubresti og lúa. Björg lifir áfram í góðri minningu ástvina og vina en miklu lengur lifir hún í því, sem eftir hana liggur af andans mennt. Mörg ljóð hennar hafa birst á prenti, önnur liggja í handritum. Einkenni þeirra eru næm tilfinning fyrir máli og kveðandi og ljóðræn fegurð. Ritið Goðasteinn geymir nokkrar minningar hennar, sem hún nefndi Hagalagða úr Landeyjum (árg. 1973-1975). Bera þær í lausamáli sömu einkenni og ljóð hennar og eru merkilegt framlag til þjóð- háttasögu. Mega Landejdnga vel við una að eiga þann fulltrúa máls og menningar, sem Björg var. Fjölskyldan á Ásólfsskála flutti að Hellu 1964. Heimili hennar þar hélt áfram að vera heimili Eyfellinga og annarra vina, en nú tók að halla undan fæti. Sigmundur dó 1968. Áfram hélt Björg heim- 36 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.