Goðasteinn - 01.06.1978, Page 42

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 42
alltaf að kippast við og hlaupa út úr götunni. Gcngur á þessu alla leið heim. Hafði Sigmundur orð á þessu við mig og fannst atferli klársins vera með ólíkindum. En svo segir hann: „Annars bað hann Ólafur á Seljalandi mig fyrir hlut, sem rak þar á fjöruna. Ég ætla að biðja þig að taka við þessu og láta það á góðan stað.“ Ég rétti út höndina og tók við samanbrotnu bréfi, sem hann fær mér. í því eru neðri kjálkar af manni og mjög greinilegt skarð í hökuna. Ég horfði undrandi og hrygg á beinin sem hvíldu svo munaðarlaus í hendi mér. Ég sveipaði um þau hvítu líni og signdi yfir. Við hjónin fórum með kjálkabeinin út í kirkju og lögðum þau á altarið þar sem þau lágu þar til sjórekni maðurinn var kistulagður. Geta má þcss að neðri kjálkabeinin vantaði á hann, en þó mega beinin, sem Sigmundur kom með, hafa verið af öðrum manni, en saman fór þetta í gröfina. Talið var að maðurinn, sem rak upp á Halann, hafi verið ungur sjómaður frá Vestmannaeyjum. Gröfin hans er þó gröf óþekkta sjómannsins. Á leiðinu vaxa nú blóm, sem á hverju sumri rétta krónur móti himni og sól. III Guðmundur dúllari Á Barkarstöðu.m í Fljótshlíð hneig ævisól Guðmundar Árnasonar dúllara til viðar. Þar áttu þá heima hjónin Tómas Sigurðsson og Margrét Árnadóttir með börnum sínum. Sýndi þetta góða og gest- risna fólk honum ætíð vinsemd og hlýju, sem yljaði barnshjarta hans. Haft var eftir Guðmundi að á Barkarstöðum langaði hann til að fá að deyja. Einhver hafði orð á því að svo víðförull maður sem hann gæti orðið víðs fjarri þcim stað, þegar dauðinn kallaði. Taldi Guðmundur um það engu að kvíða, sér myndi veitast þessi ósk, ,,og ég er búinn að tala um þetta við hann Tómas minn,“ bætti hann við. Það var dag nokkurn í febrúar 1913 að Magnús Magnússon bóndi á Strandarhöfði í Landeyjum var á heimleið utan Þverárbakka með tvo til reiðar. Sér hann þá gangandi mann koma sunnan göturnar og stefna að ánni. Þekkir hann að þar er Guðmundur Árnason á ferð og hraðar sér í veg fyrir hann. Svo mörgum hafði Magnús fylgt yfir Þverá, að hann vissi að það var þá ekki á færi gamalmenna að vaða hana. Þegar þcir hittast, segir Guðmundur honum að hann 40 Goðastemn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.