Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 43
sé á leið inn í Fljótshlíð. Biður hann Magnús að fylgja sér yfir ána.
Magnús segir það velkomið, „en þú ert nú þreyttur, og vil ég að
þú komir heim með mér og verðir hjá mér í nótt, ég skai koma
með þér í fyrramálið.“ ,,Nei,“ segir Guðmundur, „það get ég
ekki, minn tími er orðinn svo naumur og ég verð að komast að
Barkarstöðum í kvöld.“ Fór Magnús þá af baki og hjálpaði Guð-
mundi í hnakkinn en sat sjálfur á lausa hestinum.
Um daginn er kvatt dyra á Barkarstöðum. Er þar kominn
Guðmundur Árnason dúllari. Er hann hefur heilsað, gengur hann
til húsbóndans, Tómasar Sigurðssonar, og segir: „Nú er ég kominn,
Tómas minn, til þess að fá að deyja hjá þér.“ Ekki stóð á svarinu,
sem gesturinn göngumóði þráði svo mjög. Var hann leiddur til
baðstofu, þar sem honum var búin hvíla þann tíma, sem hann
átti þá eftir að lifa. Hann dó á Barkarstöðum þann 20. apríl.
Oft áttu förumenn óblíð ævikjör eftir því, er sagnir herma, jafn-
vel vísað frá bæjardyrum um náttmál. í þessari frásögn kveður við
annan tón. Strandarhöfuðsbóndinn og Barkarstaðafjölskyldan feta
þar í fótspor miskunnsama Samverjans, góðir fulltrúar þeirra manna,
sem réttu hrjáðu fólki vinar- og hjálparhönd.
IV
Á gamldrskvöld 1970
M.itt flcy er til ferðar búið,
nú fagnað er hækkandi sól,
og blóm sem var blaði rúið,
bráðum fær nýjan kjól.
Ég geymi hér gull þeirra munda,
sem gleði og æska mér bjó.
Við ljóskvndil liðinna stunda
legg ég á minningasjó.
Og margt var, sem lék mér í lyndi,
og lífið svo töfrandi beið,
það er sól yfir sérhverjum tindi
og söngur um bláloftin heið.
Goðasteinn
41