Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 45
Jón R. Hjálmarsson:
Á morgni bílaaldar
Bifreiðin er tvímælalaust það farartæki, sem við nútímafólk þekkjum
best og notum mest og sjálfsagt gætum við vart hugsað okkur,
hvernig við færum að án hennar. Það má raunar fullyrða að bif-
reiðin eða bíllinn sé okkur nánast lífsnauðsyn og verðskuld.i virð-
ingarheitið þarfasti þjónninn, sem notað var um hestinn fyrrum.
En þótt bíllinn sé svo snar þáttur í daglegu lífi okkar sem raun
ber vitni, þá er ekki hægt að segja, að svo hafi lengi verið, því að
hann er tiitöiulega nýleg uppfinning, sem náð hefur svo ótrúlega
skjótri og mikilli útbreiðslu á örskömmum tíma, að ævintýri er
líkast.
Bílsins, eins og við þekkjum hann, fór sem sé ekki að gæta að
ráði sem samgöngutækis fyrr en um og upp úr síðustu aldamótum.
Og þótt fyrsti bíllinn kæmi til íslands árið 1904, þá var hann fljót-
lega endursendur, því að mönnum leist ekki meira en svo á að
þetta undratæki mundi geta komið að gagni við staðhætti okkar.
Leið síðan næstum áratugur, þar til bíll kom aftur hingað til lands.
En í það skiptið heppnaðist tilraunin, bíllinn Jíkaði vel og fleiri
fylgdu fljótlega á eftir. Síðan höfum við lifað á bílacld og þeim
mun meiri sem lengra hefur liðið.
En þótt bíllinn sé ungur að árum, þá átti uppfinning hans, svo
sem allar meiri háttar uppgötvanir, talsvert langan aðdraganda.
Fyrstu tilraun, sem kunnugt er um til að smíða vagn, er gengi fyrir
eigin afli, gerði stærðfræðingurinn Heron í Alexandríu um miðja
þriðju öld eftir Krists burð. Hann hugðist nota einhverskonar gufu-
vél til að knýja vagn sinn og tókst að smíða þetta farartæki sitt að
mestu leyti. En uppfinning Herons komst þó aldrei til framkvæmda,
hvernig sem á því stóð, og mannfólkið hélt áfram á leið sinni, kyn-
slóð eftir kynslóð, fótgangandi, ríðandi eða akandi á vögnum og
Goðasteinn
43