Goðasteinn - 01.06.1978, Page 52
Sagan af Macbeth
Charles Lamb samdi upp úr
samnefndu leikriti eftir William Shakespeare.
Jón R. Hjálmarsson þýddi.
Á þeim tímum, þegar Duncan konungur hinn mildi ríkti yfir Skot-
landi, var samtíða honum frægur aðalsmaður eða þan, svo sem
þeir nefndust þar í landi, og hét hann Macbeth. Þessi Macbeth var
nákominn ættingi konungs og í miklu áliti við hirðina sakir hreysti
sinnar og hetjuskapar í styrjöldum. Hann hafði þá nýverið mjög
aukið við hróður sinn með því að gjörsigra uppreisnarherflokk, er
fengið hafði stuðning frá ótölulegum grúa norskra liðsmanna.
Tveir víðfrægustu hershöfðingjar Skota, þeir Macbeth og Banquo,
voru á heimleið að unnum frægum sigri og lá leið þeirra yfir heiði
eina harla eyðilega. Þá voru þeir skyndilega stöðvaðir af þrem furðu-
verum, er líktust konum, nema að þær höfðu skegg, og skorpnar
ásjónur þeirra og tætingslegur klæðaburður gáfu til kynna að þær
mundu vart vera af þessum heimi. Macbeth varð fyrri til að ávarpa
verur þessar, en þá virtust þær fyrtast við og sérhver þeirra lagði
skininn fingur á bleika vör til merkis um þögn. Hin fyrsta þeirra
heilsaði Macbeth með nafnbótinni þan af Clamis, svo sem hann
nefndist. Hershöfðinginn var ekki lítið undrandi yfir því, að þessar
furðuverur skyldu þekkja hann. Og enn meira hissa varð hann, þegar
önnur tók undir kveðju til hans og ávarpaði hann sem þan af Caw-
dor, því að annar maður hafði þá nafnbót og Marbeth hafði ekki
sóst eftir henni. Þá gekk sú þriðja fram og ávarpaði hann með
þessum orðum: „Heill sé þér. Þú sem átt að verða konungur.“
Slík spádómsorð í kveðju þessarar veru komu honum mjög á óvart,
þar sem hann viss.i vel, að meðan konungur og báðir synir hans
væru á lífi, hefði hann enga von um að erfa kórónu landsins. Þá
50
Goðasteinn