Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 55
glæpi, sem venjulega þurfa að sigla í kjölfar taumlausrar metorða-
girndar. Henni hafði tekist að fá hann til að fallast á morðið, en
hún efaðist um staðfestu hans og óttaðist að meðfætt eðli hans,
sem var bæði viðkvæmara og mannlegra en hennar, mundi gera
uppreisn og hindra það verk, sem áformað var. Þess vegna var það,
sem hún sjálf með rýting í hendi nálgaðist hvílu konungs. Áður
hafði hún séð fyrir því, að herbergisþjónum hans væti veitt óhóflega
rnikið vín, svo að þeir sváfu ofurölvi og gjörsamlega hirðulausir
um þær skyldur sem á þeim hvíldu gagnvart konungi.
Þarna lá Duncan konungur í værum svefni og naut góðrar hvíldar
eftir ferðaþreytuna. Og þar sem hún leit hann au^um, þá sýndist
henni hann svo líkur föður hennar að hún missti móðinn við ódæðis-
verkið og hvarflaði frá og gekk út til að ráðfæra sig við mann
sinn. Hann var þá orðinn mjög hikandi og á báðum áttum, hvað
gera skyldi. Honum fannst nú, að það væri margt sem mælti gegn
þessu ódæðisverki. 1 fyrsta lagi, þá væri hann ekki aðeins þcgn
þessa konungs, heldur einnig nákominn ættingi hans. Þá hefði
hann verið gestgjafi konungs þennan dag og því væri það skylda hans
samkvæmt lögmáli gistivináttunnar að loka dyrum fyrir morðingj-
um og síst af öllu mætti hann sjálfur hnífi bregða. Einnig hugleiddi
hann, hversu réttlátur og miskunnsamur konungur Duncan hefði
verið, hversu ljúfur og nærgætinn gagnvart þegnum sínum og þá
alveg sérstaklega gagnvart honum sjálfum. Þá mætti líta svo á,
að konungar sem hann, nytu sérstakrar náðar og umhyggju á himn-
um, og á þegnum þeirra hvíldi margföld hefndarskylda, væru þeir
myrtir. Þar að auki væri hann sjálfur, sakir hylli og virðingarauka
af hálfu þessa konungs, í miklu áliti og metum hjá öllum þorra
fólks í landinu. Hversu mjög mundi orðstír hans verða flekkaður,
ef hann yrði nokkru sinni bendlaður við svo hryllilegt morð.
1 þessu uppnámi og hugarangri fann frú Macbeth mann sinn. Var
hann nú mjög tekinn að hallast að hinum góða málstað og vildi
gjarna hverfa frá þessu fyrirhugaða illvirki. En þar sem hún var
ckki sú kona, að auðvelt væri að snúa henni frá illu ætlunarverki,
byrjaði hún óðar að fylla eyru hans með frýjuorðum og blása illum
anda sínum í brjóst honum. Hún taldi upp heila herdeild af rök-
semdum gegn því að hann hörfaði frá því verki, er hann hafði tekist
á hendur, og benti honum á, hversu auðvelt þetta væri og tæki
Goðasteinn
53