Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 62

Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 62
sem töldust vinir hans, en hötuðu hann sem harðstjóra undir niðri og hölluðust á sveif með Malcolm og Macduff. Macbeth geistist fram og hjó í herðar niður alla, sem börðust gegn honum, þangað til hann kom þar að, sem Macduff var í bardaganum. Er hann sá hann, minntist hann aðvörunar andans, sem ráðlagði honum að forðast Macduff umfram alla aðra. Hann mundi hafa snúið frá, hefði ekki Macduff, er hafði leitað hans frá því að bardaginn hófst, komið í veg fyrir það. Hófst nú harður bardagi þeirra og lét Mac- duff falla mörg svívirðingarorð í hans garð fyrir morð á konu sinni og börnum. Macbeth, sem þegar hafði flekkað hendur sínar nægi- lega með blóði þessarar fjölskyldu, vildi gjarna hafa komist hjá þessari viðureign, en Macduff skoraði á hann og nefndi hann öllum illum nöfnum. Þá minntist Macbeth orða andans um að enginn af konu fæddur mundi vinna honum grand og mælti til Macduffs með bros á vör: ,,Þú erfiðar til einskis, Macduff, og eins getur þú sært loftið með sverði þínu og mig. Líf mitt er með töfrum tryggt og verður ekki frá mér tekið af neinum manni, sem af konu er fæddur.“ „Örvæntu þá u.m þína töfra,“ sagði Macduff, ,,og láttu lygaanda þína, sem þú þjónar, segja þér að Macduff hafi ekki af konu verið alinn á venju- legan hátt, heldur tekinn með keisaraskurði fyrir tímann frá móður sinni.“ „Bölvuð sé sú tunga, er talar svo,“ sagði Macbeth skjálfandi röddu, því að nú fann hann síðasta haldreipið bresta. Aldrei skyldu menn framar trúa tvíræðum spásögnum norna eða svikóttra anda, sem blekkja okkur með orðum er hafa tvöfalda merkingu, og halda loforð sín að sumu leyti, en bregðast vonum okkar með ttdhyggju málsins. Ég vil ei við þig berjast.“ „Þá skaltu lífi halda,“ sagði Macduff með fyrirlitningu, og við munum hafa á þér sýningu sem hverju öðru skrýmsli. Af þér mun máluð mynd og skrifað undir: „Hér er til sýnis settur þjóðarböðull." „Það skal aldrei verða,“ hrópaði Macbeth og með örvæntingu öðl- aðist hann þrek á ný. „Ég vil ekki lifa til að kyssa jörðina fyrir fótum unglingsins Malcolms og verða bölvandi skríl til skemmt- unar. Þótt Birnamskógur komi til Dunsinanehæða, og þú sem berst gegn mér hafir aldrei af konu alinn verið, þá skal ég gera, hvað ég get.“ Með þessum æðisgengnu orðum réðst hann að Macduff, sem eftir 60 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.