Goðasteinn - 01.06.1978, Side 65

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 65
mundur Jónsson jarðnæðislaus. Kona hans, Snjólaug, var systir Eymundar Jónssonar í Dilksnesi. Guðmundur flúði á náðir Páls á Smyrlabjörgum. Leyfði Páll honum að taka sér nýbýli syðst í túni sínu, næst fjalli. Þar byggði Guðmundur sér bæ og nefndi Ekru. Ekki gat Páll látið Guðmundi land í té nema bithaga, en Bjarni Gíslason bóndi á Uppsölum leyfði Guðmundi að slá í Svínafells- mýri í fjalllendi. Þarna bjuggu Guðmundur og Snjólaug þar til Skála- fell losnaði úr ábúð og Páll Benediktsson byggði þeim það. Guð- mundur og Snjólaug bjuggu þar síðan það sem eftir var af þeirra búskapartíð, ólu þar upp fimm syni og eina dóttur og er frá þeim komið víðfrægt fólk að mannkostum og miklum hæfileikum utan lands og innan. Næst kemur til Páls Benediktssonar Einar Sigurðsson bóndi frá Lambleiksstöðum á Mýrum mcð konu sína Llólmfríði Bjarnadóttur og fimm börn sín, en Hólmfríður gekk þá með það sjötta. Bað hann Pál ásjár ef mögulegt væri. Einar gat ekki fengið neitt skjól á Mýrum, hefur kannski orðið að standa upp fyrir e.iganda Lamb- leiksstaða, mér er það ekki vel kunnugt. Páll leyfði Einari að taka nýbýli upp undir Sjónabergsbrekku. Merkurmenn gengu strax í að koma upp baðstofu þar og geymslukofa. Mig minnir þetta vera 1886. E.inar er þarna með sömu kjörum og Guðmundur Jónsson. Næsta ár flytja þau Guðmundur og Snjólaug að Skálafelli. Þá kemur til Páls Benediktssonar Einar Gíslason vinnumaður frá Sævarhólum með konu og tvö börn og bað Pál að byggja sér Ekru, bústað Einars, var ekki nema stutt, því hann drukknaði í Hálsós eftir mánaðarveru á Ekru. Einar Sigurðsson bjó á Smyrlabjörgum 3 ár á nýbýli sínu, er hann nefndi Einarsbrekku og fylgir nafnið enn staðnum. Séra Sveinn Eiríksson á Kálfafellsstað bauð Einari þá Einbúa, sem stóð sunnan megin við Staðará og losnaði þá úr ábúð. Einar fór þangað með konu sína og 6 börn og á Einbúa fæddust þeim hjónum tveir drengir, Sveinn og Lúðvík. Einar var á Einbúa að mig minnir í 4 ár. Þá er það að Haukafell á Mýrum losnar úr ábúð. Sótti Einar um það og fékk til ábúðar og var nú glaður að komast aftur í sveit sína og til skyldmenna sinna. Vel man ég eftir þeim Einari og Hólmfríði með barnahópinn sinn. Stönsuðu þau kaffitíma hjá foreldrum mínum á leiðinni austur. Einar og móðir mín voru systkinabörn. Godaste'um 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.