Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 66

Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 66
Einar var ekki búinn að vera lengi að Haukafelli, þegar skór- inn fór að kreppa að honum. Þá er það að hann fer á Papós að sækja sér jólaglaðning. Þegar hann komst á tal við kaupmann, þá vill hann ekki láta Einar fá neina úttekt nema hreppsnefnd hans gengi í ábyrgð. Einar hafði þungt hús fram að færa, en börn hans voru efnileg og þroskaleg. Hann leitaði til hreppsnefndarinnar en fékk daufar undirtektir. Vísaði hreppsnefndin honum til Suðursveitar, sem ekki vildi kannast við Einar sem sinn mann. Lenti þetta svo í málarekstri milli sveitanna, ekki af neinni óvild, en þetta var gömul togstreita hér á landi að forðast sveitarþyngslin. Málið lenti á Mýramönnum. Ekki man ég hvað Einar var lengi á Haukafelli eftir þetta en ckki voru það mörg ár. Tók hann sig upp með fjölskylduna og flutti ti Mjóafjarðar. Stefanía systir Einars var komin þangað áður og mun hafa hvatt hann til að koma. Frá Mjóafirði flutti Einar og öll fjölskylda hans til Patreksfjarðar. Fékk hann þar jörð til ábúðar, sem Kambur heitir. Gengu synir Einars undir nafninu Kambs- bræður. Börnin þroskuðust og urðu mesta manndómsfólk. Guðmundur í Hoffelli sagði mér að hann hefði mætt Einari Sigurðssyni og Helga syni hans á götu í Reykjavík og voru klæddir eins og greifar. Þeir voru þá að koma af Patreksfirði að kveðja Guðfinn Einarsson, sem var að fara alfarinn til Vcsturheims. Ég las einu sinni eftirmæli um Margréti dóttur Einars eftir prest hennar og var vel um hana talað. Líka las ég eftirmæli um tengdadóttur Einars, konu Sveins Einarssonar. Þar var öll fjölskyldan nefnd með góðum vitnisburði. Einar Bragi kom hér fyrir tveim árum. Barst í tal milli okkar um börn Einars og Hólmfríðar. Hann sagðist hafa kynnst, ég held syni Margrétar frekar en sonarsyni, ég man það ekki glöggt, úti í Svíþjóð, líklega við nám og gerði mikið úr þeim niðja E.inars Sigurðssonar. Vel man ég eftir Einari á Einarsbrekku. Hann var fríður maður og vel á sig kominn, snilldarmaður í allri umgengni, lagvirkur og allt smekklegt sem hann bar hönd að. Hann var að gefa okkur systkinunum leikföng, tréhesta, sem hann skar út, með hnakk og beisl.i. Hólmfríður var mesta þrifakona og dugleg. Hún var ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Margrét dóttir Einars giftist Guðmundi Hallssyni bróður Magnúsar Hallssonar í Holtum. 64 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.