Goðasteinn - 01.06.1978, Side 70
Sveinn Bjarnason frá Fagurhólsmýri:
Kaupstaðarferð
Það hefur líklega verið nálægt 1906. Ég átti þá heima í neðribæ á
Fagurhólsmýri hjá móður minni, Þuríði Runólfsdóttur. Snemma í
janúar lá fyrir mér kaupstaðarferð austur á Höfn í Hornafirði. Ég
lagði af stað að heiman árla morguns og hafði tvö hross með í för,
rauðhálsótta hryssu, þæga og lipra, og hest, sem Skolur hét og mátti
heita gæðingur. Veður var stillt og gott. Yfir Jökulsá á Breiða-
merkursandi fór ég á undirvarpi og var kominn um hádegi austur
að Reynivöllum. Á þann rómaða bæ kom ég eins og vant var, til
Þorsteins Arasonar, en það var sama á hvorn bæinn maður kom.
Þeir voru höfðingjar heim að sækja Suðursveitungar, það var alveg
dásamlegt hvernig þeir tóku alltaf á móti manni. Björn Arason var
heima og sagði við mig: ,,Það verður komið annað veður á morgun,
það er svo stór bugur í kringum sólina, hann gerir stórsnjó.“ Mér
varð að orði: „Spáðu ekki þessu, láttu ekki koma snjó, fyrr en ég
er kominn heim aftur.“ Svo held ég áfram austur að Vagnsstöðum
og gisti þar. Bærilega var tekið á móti mér þar, enda átti ég þar í
senn frændum og vinum að mæta, en það þurfti ekki til á því góða
heimili.
En nú byrjaði að drífa, að moka niður drífu. Það var svona þétt-
ings bylur, hægur vindur á austan en mokandi drífa um morgun-
inn. Ég fór þó áfram af stað austur og austast í Smyrlabjargafótinn,
en það var svo dimmt að ég sá ekki fram fyrir fæturna á mér. Ég
þorði því ekki að halda beint áfram og vita ekki, hvar Kolgrímu
var að mæta og fór beint upp að Skálafelli og gisti þar hjá gömlum
félaga, Páli Sigurðssyni, sem var uppalinn á Mýrinni, vel gefinn
maður, bráðgreindur.
Um morguninn var svona hnésnjór á jörðu, en fór minnkandi,
þegar kom austur yfir Kolgrímu og austur í Nesjum var autt. Ég
68
Goðasteinn