Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 80
Sigurður Björnsson, Kvískerjum:
SK UPLA
1 16. árgangi Goðasteins er grein um frægasta draug í A-Skafta-
fellssýslu, Skuplu, skráð af Kristjáni frá Djúpalæk eftir sögn Stefáns
Benediktssonar. Varla mun svo sagt frá uppruna hennar að sannfræði
geti talist, en tvennum sögum mun hafa farið um hana, og eru þær
ólíkar að öðru en því, að báðar telja persónuna hafa heitið Sigríði.
Faðir minn, Björn Pálsson frá Svínafelli, sagði mér einu sinni, hvað
honum hefði verið sagt um uppruna þessa draugs, en ekki spurði
ég hann hvaðan hann hafði söguna, því það sem mig grunar um
þá hluti, eru aðeins getgátur.
En í meginatriðum var sagan á þessa leið:
Fyrir æfalöngu, eða svo að síðan munu níu kynslóðir hafa
gengið sinn æviveg, bjuggu hjón á Sævarhólum, sem þá var aust-
asti bær í Suðursveit, en hefur verið í eyði frá 1892. Ekki getur
nafna þeirra. Þau réðu til sín vinnukonu, sem Sigríður hét. Hún
var allvel vinnandi, en svo skapstór að erfitt reyndist að lynda við
hana. Einhverju sinni, nokkru eftir miðjan vetur, vildi það til að
Sigríði og húsbóndanum varð sundurorða. Greip þá Sigríður skuplu
og setti á höfuð sér, en bjó sig ekki að öðru til ferðar og rauk á dyr.
Áður hvæsti hún þó að bónda, að lifandi yrði hún ekki lengur í
hans þjónustu, en verið gæti að hún vitjaði hans dauð.
Sævarhólar stóðu nálægt sjó og voru miklir ísar landmegin við
bæinn, en veðri var svo háttað, að norðan hvassveður var á. Hús-
bóndinn bjóst við að Sigríður mundi stillast þegar hún kæmi út, taldi
tilefni skapofsa hennar lítið og bjóst við að hún kæmi fljótlega inn
aftur, en kvöldið leið þó án þess og nóttin sömuleiðis. Með birtingu
morguninn eftir fór bóndi að leita vinnukonunnar og hafði ekki langt
farið, eða aðeins norður fyrir túnið þegar hann fann Sigríði. Hún
virðist hafa ætlað að brjótast til byggða yfir ísinn móti veðrinu, en
veðrið fellt hana, og hún komið svo illa niður að hálsinn hafi brák-
78
Goðasteinn