Goðasteinn - 01.06.1978, Page 89
mcgin, en að öðru leyti traustur. Var þá skammt norður yfir, því
Langisjór er mjór.
Á sandeyri norðan Langasjós var tjaldað. Þunnt sandlag var
ofan á klaka og þurftum við að róta saman sandi til að fá festur
fyrir tjaldhæla og tjaldsúlur, því grjót var ekki nálægt. Eftir að
við höfðum tjaldað fórum við í þurr föt, því við það að vaða
Skaftá og af ísskörinni á Langasjó höfðum við auðvitað orðið
blau.tir. Blautu fötin undum við og hengdum þau þar sem helst
var von að úr þeim blési. Svo var kveikt á prímusnum, kakó hitað
og nesti snætt. Síðan breitt ullarteppi ofan á tjaldbotninn og annað
teppi ofan á okkur, þar á ofan komu svo vatnskápur okkar.
Ekki var þessi útbúnaður nægur til að halda á okkur h.ita. Við
vöknuðum eftir fjóra tíma, hituðum þá kakó á ný og sofnuðum svo
aftur. Að morgni var aftur búist til ferðar, farið x blautu fötin frá
deginum áður, tjaldið fellt, baggar bundnir og síðan axlaðir. Þoka
var á hið efra í Fögrufjöllum og sömuleiðis á Breiðbak og Tungnár-
fjöllum, þó sá austur í jökul við enda Langasjós. Við gengum austur
með strönd Langasjós og var hún að mestu gróðurlaus, nema í gili
einu voru mosabrekkur, nokkur grasstrá og að gæs hafði komið
þar, sáum við á driti hennar.
Samkvæmt ferðaáætlun okkar var næsti áfangi Tungnárbotnar.
Eftir að hafa gengið spöl austur með vatninu, tókum við því stefnu
upp á við og vorum fljótlega komnir upp í þokuna í Tungnár-
fjöllum. Skyggn.i var ekkert og höfðum við ekki við annað að
stvðjast en ganga á brekkuna og kompás Runólfs. Að lokum fór
að halla undan fæti og stefndum við þá til norðausturs, og þegar
neðar dró komumst við niður úr þokunni. Þá vorum við staddir
í lægð þar sem enn var snjór frá vetrinum og hálfgerð ófærð. Þaðan
sá austur á Vatnajökul og á melhálsana sunnan Tungnárbotna.
Þar var snjólaust. Þegar austur á hálsana var komið var þurrara
og gangfæri betra. Þegar komið var á hálsana og sá ofan í Botnaver,
tókum við upp myndavélina og tókum myndir norður yfir Botnana.
I Tungnárbotnum rann Tungná í þremur álum og voru þeir allir
grunnir og góðir yfirferðar. Tjaldað var á gilsbakka norðan nyrsta
álsins. Áður en lagt var upp þriðja dag ferðarinnar skrifaði Runólfur
miða með upplýsingum um ferð okkar og lét í gosflösku sem svo
var látin í litla vörðu er við hlóðum. Veður var bjart og þurrt, vel
Goðasteinn
87