Goðasteinn - 01.06.1978, Side 89

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 89
mcgin, en að öðru leyti traustur. Var þá skammt norður yfir, því Langisjór er mjór. Á sandeyri norðan Langasjós var tjaldað. Þunnt sandlag var ofan á klaka og þurftum við að róta saman sandi til að fá festur fyrir tjaldhæla og tjaldsúlur, því grjót var ekki nálægt. Eftir að við höfðum tjaldað fórum við í þurr föt, því við það að vaða Skaftá og af ísskörinni á Langasjó höfðum við auðvitað orðið blau.tir. Blautu fötin undum við og hengdum þau þar sem helst var von að úr þeim blési. Svo var kveikt á prímusnum, kakó hitað og nesti snætt. Síðan breitt ullarteppi ofan á tjaldbotninn og annað teppi ofan á okkur, þar á ofan komu svo vatnskápur okkar. Ekki var þessi útbúnaður nægur til að halda á okkur h.ita. Við vöknuðum eftir fjóra tíma, hituðum þá kakó á ný og sofnuðum svo aftur. Að morgni var aftur búist til ferðar, farið x blautu fötin frá deginum áður, tjaldið fellt, baggar bundnir og síðan axlaðir. Þoka var á hið efra í Fögrufjöllum og sömuleiðis á Breiðbak og Tungnár- fjöllum, þó sá austur í jökul við enda Langasjós. Við gengum austur með strönd Langasjós og var hún að mestu gróðurlaus, nema í gili einu voru mosabrekkur, nokkur grasstrá og að gæs hafði komið þar, sáum við á driti hennar. Samkvæmt ferðaáætlun okkar var næsti áfangi Tungnárbotnar. Eftir að hafa gengið spöl austur með vatninu, tókum við því stefnu upp á við og vorum fljótlega komnir upp í þokuna í Tungnár- fjöllum. Skyggn.i var ekkert og höfðum við ekki við annað að stvðjast en ganga á brekkuna og kompás Runólfs. Að lokum fór að halla undan fæti og stefndum við þá til norðausturs, og þegar neðar dró komumst við niður úr þokunni. Þá vorum við staddir í lægð þar sem enn var snjór frá vetrinum og hálfgerð ófærð. Þaðan sá austur á Vatnajökul og á melhálsana sunnan Tungnárbotna. Þar var snjólaust. Þegar austur á hálsana var komið var þurrara og gangfæri betra. Þegar komið var á hálsana og sá ofan í Botnaver, tókum við upp myndavélina og tókum myndir norður yfir Botnana. I Tungnárbotnum rann Tungná í þremur álum og voru þeir allir grunnir og góðir yfirferðar. Tjaldað var á gilsbakka norðan nyrsta álsins. Áður en lagt var upp þriðja dag ferðarinnar skrifaði Runólfur miða með upplýsingum um ferð okkar og lét í gosflösku sem svo var látin í litla vörðu er við hlóðum. Veður var bjart og þurrt, vel Goðasteinn 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.