Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 90

Goðasteinn - 01.06.1978, Blaðsíða 90
sá austur til jökulsins og norður til Hágangna sunnan Tungnafells- jökuls. Tókum við stefnu á Hágöngur. I fyrstu lá leiðin um grjótmela, síðan um grunnt dalverpi, þar norður af brunahraun með samliggjandi gossprungum. Vatn var lít.ið á þeirri leið, nema þar sem seytlaði úr snjó í hraungjótum. Þar fengum við vatn til að hita í hádegismat okkar, sem við gerð- um án þess að tjalda, því veður var gott og stillt. Og þar sem við nú sátum og átum, flaug hjá lítil fluga, sem nú, nær þrjátíu árum síðar, var í minni mínu orðin að fugli, en dagbók Runólfs skar úr um hið sanna. Þegar hér var lcomið var ég farinn að særast á mjó- hryggnum undan bakpokaólinni, og kom nú ullarlagður Marínar í góðar þarfi. Undir kvöld komum við að Köldukvísl þar sem hún rennur í þrengslum fram hjá Hágöngu syðri. Þar tjölduðum við. Að morgni fjórða dags var haldið austur á sandana undir Vonar- skarði. Þar breiddi Kaldakvísl úr sér. fsar voru á bökkum hennar og eins á sandeyrum milli ála. Álarnir voru grunnir og góðir yfir- ferðar. Þegar norður yfir kom, vorum við staddir austan í Syðri- Hágöngu. Þar var gömul varða. Til austurs sá austur á Vatnajökul og Vonarskarð og neðan skarðsins voru hverareykir. Var svo haldið vestur á milli Hágangna og síðan norður á við. Færð var slæm, því grunnt var niður á klaka, en leir og leðja hlóðst á skóna og þyngdi fæturna. Reyndum við helst að þræða hæðahryggi þó þar væri grýtt- ara. Skyggni var slæmt, sáum þó einu sinni grilla í undirhlíðar Hofs- jökuls. Stefnu tókum við eftir kompásnum og svo halla landsins. Ætlun okkar var að gista í Nýjadal eða þar í grennd. Um kvöldið tjölduðum við á sléttri, mosavaxinni eyri við rætur gils, sem lá upp í Tungnafellsjökul. Næsta morgun var veður hið sama og daginn áður, þoka á fjöll- um og skyggni heldur ekki gott niðri á sandi. Við tókum stefnu eftir kompásnum í þá átt sem við töldum Fjórðungsöldu vera, því frá henni ætluðum við að komast á vatnaskil til Skjálfandafijóts. Á kortinu virðist Fjórðungsalda vera allgreiniiegt fjall. Óðum við nokkra læki um daginn, sem runnu til vesturs, og undir kvöld sáum við hnúk og tókum stefnu á hann, þó hann væri vestar en við töld- um Fjórðungsöldu vera. Þegar þar var komið var þar ekkert vatn, sem þó átti að vera, ef þetta væri Fjórðungsalda. Gerðum okkur þó ekki reilu út af því heldur tjölduðum í snatri. 88 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.