Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 90
sá austur til jökulsins og norður til Hágangna sunnan Tungnafells-
jökuls. Tókum við stefnu á Hágöngur.
I fyrstu lá leiðin um grjótmela, síðan um grunnt dalverpi, þar
norður af brunahraun með samliggjandi gossprungum. Vatn var
lít.ið á þeirri leið, nema þar sem seytlaði úr snjó í hraungjótum.
Þar fengum við vatn til að hita í hádegismat okkar, sem við gerð-
um án þess að tjalda, því veður var gott og stillt. Og þar sem við
nú sátum og átum, flaug hjá lítil fluga, sem nú, nær þrjátíu árum
síðar, var í minni mínu orðin að fugli, en dagbók Runólfs skar úr
um hið sanna. Þegar hér var lcomið var ég farinn að særast á mjó-
hryggnum undan bakpokaólinni, og kom nú ullarlagður Marínar
í góðar þarfi. Undir kvöld komum við að Köldukvísl þar sem hún
rennur í þrengslum fram hjá Hágöngu syðri. Þar tjölduðum við.
Að morgni fjórða dags var haldið austur á sandana undir Vonar-
skarði. Þar breiddi Kaldakvísl úr sér. fsar voru á bökkum hennar
og eins á sandeyrum milli ála. Álarnir voru grunnir og góðir yfir-
ferðar. Þegar norður yfir kom, vorum við staddir austan í Syðri-
Hágöngu. Þar var gömul varða. Til austurs sá austur á Vatnajökul
og Vonarskarð og neðan skarðsins voru hverareykir. Var svo haldið
vestur á milli Hágangna og síðan norður á við. Færð var slæm, því
grunnt var niður á klaka, en leir og leðja hlóðst á skóna og þyngdi
fæturna. Reyndum við helst að þræða hæðahryggi þó þar væri grýtt-
ara. Skyggni var slæmt, sáum þó einu sinni grilla í undirhlíðar Hofs-
jökuls. Stefnu tókum við eftir kompásnum og svo halla landsins.
Ætlun okkar var að gista í Nýjadal eða þar í grennd. Um kvöldið
tjölduðum við á sléttri, mosavaxinni eyri við rætur gils, sem lá upp
í Tungnafellsjökul.
Næsta morgun var veður hið sama og daginn áður, þoka á fjöll-
um og skyggni heldur ekki gott niðri á sandi. Við tókum stefnu eftir
kompásnum í þá átt sem við töldum Fjórðungsöldu vera, því frá
henni ætluðum við að komast á vatnaskil til Skjálfandafijóts. Á
kortinu virðist Fjórðungsalda vera allgreiniiegt fjall. Óðum við
nokkra læki um daginn, sem runnu til vesturs, og undir kvöld sáum
við hnúk og tókum stefnu á hann, þó hann væri vestar en við töld-
um Fjórðungsöldu vera. Þegar þar var komið var þar ekkert vatn,
sem þó átti að vera, ef þetta væri Fjórðungsalda. Gerðum okkur þó
ekki reilu út af því heldur tjölduðum í snatri.
88
Goðasteinn