Goðasteinn - 01.06.1978, Page 97

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 97
Ingunn ]ónsdóttir á Skálafelli: Sögur af dýrum Það er stundum sagt um menn, sem þykja ekki miklir fyrir sér, að þeir séu eins og skynlaus skepna og um þennan og þennan að hann sé nautheimskur eða hafi ekki hundsvit á hlutunum. En nú ætla ég að segja ykkur af honum Kol, sem alltaf elti mig hvert sem ég fór. Páll á Skálafelli kom til mín, þegar ég bjó á Uppsölum og bað mig að koma, kona sín sé lasin. Kolur var eftir heima, stóð úti í hlaðvarpanum með lafandi rófuna, þegar ég hélt af stað. Ég var á Skálafelli þar til kona Páls var stigin af sænginni, alls 10 daga. Páll fylgdi mér heim. Þegar við komum að Smyrlabjargaá, sem er á miðri leið milli Uppsala og Skálafells, þá mætir mér Kolur, spangólar og flaðrar upp til mín. Allan tímann, sem ég var á Skálafelli, sagði fólkið að Kolur hefði ekki farið í bæli sitt, heldur legið úti á Stöðlaklettum. Annar hundur var það, sem hét Smali. Ef hann missti af hús- bóndanum og vissi ekki, þegar hann fór að heiman, þá fór hann ekki í bæli sitt en lá útá túni fram á lappir sínar og beindi augunum í þá átt, sem hann átti von á húsbónda sínum úr. Hann rölti svo af stað á móti honum áður en hann kom í augsýn. Hvaðan kom honum sú nærfærni að vita að húsbóndinn var í nánd? Það er sagt að hcsturinn hafi mest vit næst hundinum. Við áttum hest, sem kallaður var Laufi og var flestum kostum búinn. Maður á Höfn falaði hann til kaups. Veturinn eftir leitaði hann heim flat- járnaður yfir vötn og ísa. Við vöknuðum upp við það eina þorra- nótt að hestur hneggjaði úti á hlaði. Okkar hross voru þá öll við hús. Við heyrðum að það var Laufi, sem hneggjaði og honum var vel fagnað. Gísli minn vildi kippa kaupunum til baka. Það fékkst ekki, en ekki var sárindalaust að láta Laufa fara aftur. Eigandinn seldi Laufa svo prestinum á Norðfirði. Hann var látinn fara með Goðasteinn 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.