Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 98

Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 98
skipi frá Höfn. Skipið fór venjulega siglingaleið fyrir utan Þinga- nessker. Þar steypti Laufi sér útbyrðis og lagði til sunds, upp í Þinganessker og svo stað úr stað uns hann komst upp á Höfn. Um Laufa hefur sonur minn, Bjarni Gíslason á Jaðri, skrifað frásögn, sem fylgir þessum þætti. Tveir hestar voru hér, Mósi og annar Laufi. Þeir voru svo sam- rýmdir að segja mátti að þeir bitu sömu þúfuna. Nú er það að lang- ferðamaður gisti hjá okkur á Uppsölum. Hann var gangandi, ætlaði suður á land. Honum var lánaður Mósi útað Reynivöllum. Maður- inn fer frá Uppsölum kl. 8 að morgni. Mósi var kominn í Uppsala- hlað á hádegi. Það átti að handsama hann en hann tók þá sprett- inn austur Háls og út Hólalandsveg svo langt sem sást til hans. Fólkið var útí Sævarhólalandi við heybindingar. Þegar heylestin er komin suður á leirurnar, þar sem Heðnabergsvötnin runnu fram milli Nípna og Sævarhólalands, þá sér milliferðamaðurinn hest uppá austustu Nípu, sem er hár klettur. Hesturinn reisti höfuðið hátt og þarna var gott útsýni yfir Hólaland. Þetta var Mósi og heylestin fór ekki framhjá honum. Hann sperrti upp taglið og hljóp með miklum hraða niður klettinn og náði lestinni við Nípnakíl, sem rennur fram úr Kolgrímu. Mósi hnusaði af aftasta hesti og svo hinum, sem á undan voru. Laufi var næstur fremsta hesti. Þeir félagarnir kumr- uðu báðir og nudduðu saman flipum og Mósi gekk samsíða Laufa alla leiðina heim í heygarð á Uppsölum. Einhvern veginn hefur Mósi vitað að Laufi var kominn útí Hólaland. Þá er komið að kúnni, sem á að vera allra heimskust. Við áttum tvær kýr, mæðgur, sem báðar hétu Gullbrá, aðgreindar eldri og yngri. Básar þeirra lágu saman í fjósinu. Nú var sú eldri leidd burtu til slátrunar, niður fyrir fjárhús og sást ekki þaðan frá fjósinu. Litlu síðar fór ég að leysa út kýrnar til að koma þeim frá bænum. Síðast leysti ég Gullbrá. Þegar hún kom út, setti hún hátt upp hausinn, þefar í austurátt, tekur á sprett og ég á eftir og komst fyrir hana áður en hún komst á blóðvöllinn. Ég hef aldrei gleymt þessu, hvað fann kýrin á sér gagnvart gömlu Gullbrá, móður sinni? Því verður víst seint svarað. Þegar ég var í heimahúsum á Smyrlabjörgum, þá lánuðu for- eldrar mínir séra Sveini Eiríkssyni á Kálfafellsstað gráskjöldótta 96 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.