Goðasteinn - 01.06.1978, Page 98
skipi frá Höfn. Skipið fór venjulega siglingaleið fyrir utan Þinga-
nessker. Þar steypti Laufi sér útbyrðis og lagði til sunds, upp í
Þinganessker og svo stað úr stað uns hann komst upp á Höfn. Um
Laufa hefur sonur minn, Bjarni Gíslason á Jaðri, skrifað frásögn,
sem fylgir þessum þætti.
Tveir hestar voru hér, Mósi og annar Laufi. Þeir voru svo sam-
rýmdir að segja mátti að þeir bitu sömu þúfuna. Nú er það að lang-
ferðamaður gisti hjá okkur á Uppsölum. Hann var gangandi, ætlaði
suður á land. Honum var lánaður Mósi útað Reynivöllum. Maður-
inn fer frá Uppsölum kl. 8 að morgni. Mósi var kominn í Uppsala-
hlað á hádegi. Það átti að handsama hann en hann tók þá sprett-
inn austur Háls og út Hólalandsveg svo langt sem sást til hans.
Fólkið var útí Sævarhólalandi við heybindingar. Þegar heylestin er
komin suður á leirurnar, þar sem Heðnabergsvötnin runnu fram
milli Nípna og Sævarhólalands, þá sér milliferðamaðurinn hest uppá
austustu Nípu, sem er hár klettur. Hesturinn reisti höfuðið hátt og
þarna var gott útsýni yfir Hólaland. Þetta var Mósi og heylestin fór
ekki framhjá honum. Hann sperrti upp taglið og hljóp með miklum
hraða niður klettinn og náði lestinni við Nípnakíl, sem rennur fram
úr Kolgrímu. Mósi hnusaði af aftasta hesti og svo hinum, sem á
undan voru. Laufi var næstur fremsta hesti. Þeir félagarnir kumr-
uðu báðir og nudduðu saman flipum og Mósi gekk samsíða Laufa
alla leiðina heim í heygarð á Uppsölum. Einhvern veginn hefur Mósi
vitað að Laufi var kominn útí Hólaland.
Þá er komið að kúnni, sem á að vera allra heimskust. Við áttum
tvær kýr, mæðgur, sem báðar hétu Gullbrá, aðgreindar eldri og
yngri. Básar þeirra lágu saman í fjósinu. Nú var sú eldri leidd burtu
til slátrunar, niður fyrir fjárhús og sást ekki þaðan frá fjósinu.
Litlu síðar fór ég að leysa út kýrnar til að koma þeim frá bænum.
Síðast leysti ég Gullbrá. Þegar hún kom út, setti hún hátt upp
hausinn, þefar í austurátt, tekur á sprett og ég á eftir og komst
fyrir hana áður en hún komst á blóðvöllinn. Ég hef aldrei gleymt
þessu, hvað fann kýrin á sér gagnvart gömlu Gullbrá, móður sinni?
Því verður víst seint svarað.
Þegar ég var í heimahúsum á Smyrlabjörgum, þá lánuðu for-
eldrar mínir séra Sveini Eiríkssyni á Kálfafellsstað gráskjöldótta
96
Goðasteinn