Goðasteinn - 01.06.1978, Page 100

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 100
Bjarni Gíslason, ]aðri: Laufi Mér er það minnisstætt, þegar Laufi var folald, þá fór pabbi með móður hans aftan í bát útá Lón og folaldið var látið elta. Þetta var gert til að kenna því að synda. Laufi fór vel með sig á sundi. Hann var svo grunnsyndur að það var ekki nema lítilsháttar, sem rann yfir bakið. Hann var taminn þriggja vetra og þá kom það í ljós að hann hafði góðan vilja. Þetta var úrvals gæðingur, sem hafði allan gang. Hann var mjög greiður á gangi, enda skilaði hon- um vel áfram. Svo var hann seldur eins og fleiri góðir hestar frá Lfppsölum. Kjartan Halldórsson á Fiskhól keypti Laufa 1923. Það var komið fram á þorra og allt ísilagt, ekki talið fært að koma hrossum í haga nema þau væru skaflajárnuð. Þá var það eitt sinn, þegar ég var háttaður að ég hrekk upp við það að hross hneggj- ar út á hlaði. Á þessu átti ég ekki von, því að öll hross áttu að vera inni. Ég leit út og þá sá ég, hver var kominn, það var Laufi. En svo er það spurning, hvernig komst hann þetta? Hann var mjög illa undir þessa ferð búinn, því hann var á flatskeifum, ekki búið að draga skeifurnar undan honum. Eigandinn var ekki búinn að taka hann í hús, í þá daga var siður að láta hesta ganga úti frameftir vetri. Vorið 1924 er Laufi sendur með skipinu Drífu, hann á að fara á Norðfjörð, og þegar skipið er á siglingaleið útaf Þinganesskerjum, þá sleit hann sig upp og stökk í sjóinn. Hann fór allur í kaf. Honum varð bylt við. Fyrst syndir hann kringum skipið árangurslaust, upp var ekki hægt að komast. Síðan fór hann beinustu leið uppá Þinga- nessker, og þar hvílir hann sig. Það var fvlgst með honum frá skip- inu. Þá er fyrsti áfanginn búinn og fjórir eftir. Fylgst var með ferð- um hans frá Þinganesi. Vegalengdin, sem hesturinn syndir frá skipinu uppí Þinganessker, þegar það er þvert á stefnu skipsins, miðað við útsetta stefnu hafn- 98 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.