Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 100
Bjarni Gíslason, ]aðri:
Laufi
Mér er það minnisstætt, þegar Laufi var folald, þá fór pabbi
með móður hans aftan í bát útá Lón og folaldið var látið elta.
Þetta var gert til að kenna því að synda. Laufi fór vel með sig á
sundi. Hann var svo grunnsyndur að það var ekki nema lítilsháttar,
sem rann yfir bakið. Hann var taminn þriggja vetra og þá kom það
í ljós að hann hafði góðan vilja. Þetta var úrvals gæðingur, sem
hafði allan gang. Hann var mjög greiður á gangi, enda skilaði hon-
um vel áfram. Svo var hann seldur eins og fleiri góðir hestar frá
Lfppsölum. Kjartan Halldórsson á Fiskhól keypti Laufa 1923.
Það var komið fram á þorra og allt ísilagt, ekki talið fært að
koma hrossum í haga nema þau væru skaflajárnuð. Þá var það eitt
sinn, þegar ég var háttaður að ég hrekk upp við það að hross hneggj-
ar út á hlaði. Á þessu átti ég ekki von, því að öll hross áttu að vera
inni. Ég leit út og þá sá ég, hver var kominn, það var Laufi. En svo
er það spurning, hvernig komst hann þetta? Hann var mjög illa undir
þessa ferð búinn, því hann var á flatskeifum, ekki búið að draga
skeifurnar undan honum. Eigandinn var ekki búinn að taka hann
í hús, í þá daga var siður að láta hesta ganga úti frameftir vetri.
Vorið 1924 er Laufi sendur með skipinu Drífu, hann á að fara
á Norðfjörð, og þegar skipið er á siglingaleið útaf Þinganesskerjum,
þá sleit hann sig upp og stökk í sjóinn. Hann fór allur í kaf. Honum
varð bylt við. Fyrst syndir hann kringum skipið árangurslaust, upp
var ekki hægt að komast. Síðan fór hann beinustu leið uppá Þinga-
nessker, og þar hvílir hann sig. Það var fvlgst með honum frá skip-
inu. Þá er fyrsti áfanginn búinn og fjórir eftir. Fylgst var með ferð-
um hans frá Þinganesi.
Vegalengdin, sem hesturinn syndir frá skipinu uppí Þinganessker,
þegar það er þvert á stefnu skipsins, miðað við útsetta stefnu hafn-
98
Goðasteinn