Goðasteinn - 01.06.1978, Page 102
Guðbjörg Jónasdóttir á Skíðbakka:
Gamlar sagnir úr Austur-Landeyjum
i.
1 gamla daga voru mikil viðskipti hérna í Landeyjum við Vest-
mannaeyjar. Konur sendu út skyrfötu og rjómaflösku og fengu í
staðinn saftflösku, efni í kjól eða skýluklút. Einu sinni sem oftar
var komið með sendingu frá bæ hér í sveitinni á heimili foreldra
minna, Hólmahjáleigu, sem var einn sjóbæjanna, sem svo voru
nefndir. Sendingin átti að fara til Eyja, þegar leiði kæmi og ferð
yrði.
Nú liðu dagar og vikur og ekki kom Eyjaleiði. Þá eru fólkinu
send boð um að engin ferð hefði fallið. Unglingsstúlka var þá send
til að athuga sendinguna, sem út átti að fara. Hún leysir upp kass-
ann, skoðar innihaldið, sem var kjúka (ostur) og segir: ,,Uss, þetta
er hvorki hundamatur né mannamatur en hann pápi étur það kannski
ofan á köku!“
2.
í þá tíð, sem húsvitjanir stóðu yfir hjá sveitaprestum, kom það
fyrir hér í sveit að sóknarpresturinn var að húsvitja og ferðaðist um
á hesti. Venjulcga var honum fylgt á milli bæja, en á þessari leið
var vond kelda eða jafnvel pyttur. Nú fór ekki betur en svo að
prestur hleypti hestinum þarna ofan í og blotnaði eitthvað. Þegar
heim að bænum kom, stendur bóndinn á hlaðinu, heilsar presti og
sér að hann er ekki sem best verkaður, fréttir ástæðuna og segir
síðan: „Þetta þykir mér skrýtið, ég veit ekki til að nokkur skepna
hafi farið í þennan pytt fyrr.“ Þessi farartálmi er síðan nefndur
Prestspyttur.
3.
Það gjörðist fyrir nokkuð mörgum árum að ég var beðin að út-
býta símaskrá á nokkra bæi hér í sveit. Þegar ég kom á einn bæinn,
100
Goðasteinn