Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 103
sagði ég við ráðskonuna: „Hérna kem ég með símaskrá handa ykk-
ur.“ Konan tekur við skránni og segir: „Hvað eigum við að gjöra
við þetta og ekki farið að líta í þá, sem síðast kom?“
4.
í þá tíð, sem ekki var farið almennt að bera brauð með kaffi,
kom bóndi á bæ og þáði góðgerðir. Þegar heim kom, segir hann
konu sinni að hann hefði fengið kaffi og með því. „Hvað fékkstu
með því?“ segir konan. Bóndi svarar: „Jólaköku með gati!“
5.
Á bæ einum voru fyrir löngu þrír menn, sem hétu allir sama
nafni og nafnið var Einar. Nú þurfti að aðgreina mennina heima
fyrir og voru nefndir Einar langi, Einar stutti og Einar stuttlangi.
Stuttlangi var þó stundum nefndur Einar miðli.
6.
I gamla daga voru mikið notaðar tréausur til að ausa upp með
graut og kjötsúpu, einnig mjólk og skyrhlaupi, þegar það var látið
á síu, og fleiru. Þá var gamall maður hér í byggðinni, sem smíðaði
mikið af ílátum og ausum. Kona á næsta bæ segir við gamla mann-
inn: „Mikið lifandis óskup er mikið pantað af ausum hjá þér N . N.
minn.“ Þá segir sá gamli: „Já, þótt ég væri orðinn sjálfur að ausu
þá gengi ég út.“
7.
Einu sinni voru hjón á hestbaki og fóru fram hjá næsta bæ. Þar
stóðu hjónin út á hlaði og dæmdu hestana, sem útreiðafólkið sat á.
Þá segir konan: „Skelfing er illgengur hesturinn, sem maðurinn
ríður.“ Þá segir bóndinn: „En það skoprar undir henni!“
8.
Fyrir nokkrum árum fór ég að heimsækja fólk, sem var flutt burtu
úr sveitinni fyrir 20-30 árum og talaði við hjónin um alla heima og
geima og þau spurðu mig ýmissa frétta úr sveitinni sinni gömlu.
Goðasteinn
101