Goðasteinn - 01.06.1978, Side 106
um enn á tónlist, ekki vantar það, en tónlistin á Heimalandi fyrir
40 árum var brautryðjendastarf systkinanna frá Dalsseli. Þau sáu
um að æskan átti ógleymanlegar ánægjustundir. Dalsselssystkinun-
um var gefin sérstök tóngáfa og framkvæmdasemi. Á kreppuárunum
keyptu þau sér harmoniku og mættu með hana á hverri samkomu
alla nóttina. Síðar kallaði þetta á nýja tækni. Ekki var létt að
sundríða vötnin með hljóðfærin fyrir framan sig, þótt sú áhætta
væri löngum tekin. En nú var sem óðast að koma í ljós tækni nú-
tímans. Bifreiðar ruddu sér til rúms í sveitum landsins og Ólafur í
Dalsseli kom með fyrstu bifreiðina undir Eyjafjöllin og þar með
bættist hagur hljómlistarfólksins, sem leit til kláranna sinna með
þakklátum huga, þar sem þeir stóðu frísandi og hissa á óvæntri
hvíldarstund. Nú sté það upp í bifreiðina, sem brunaði með hávaða
um vegina svo að búfé allt hlaut að halda dómsdag í vændum eða
þannig voru skelfingarleg viðbrögð þess.
Já, Ólafur í Dalsseli breytti miklu. Samkomur allar urðu með
öðru sniði. Honum fylgdi jafnan fjöldi ungs fólks, er áður hafði ekki
átt kost á að sækja okkur heim, svo sem æskufólk frá Vík í Mýrdal
og víðar að. Hlutum við heimamenn að kynnast þessu unga fólki,
sem bar með sér frjálst viðmót og jók það ánægju að vera með því.
Ekki var þó svo að vegakerfi sveitanna væru góð. Ólafur ók ekki
breiða, beina vegi, þó hann héldi uppi samgöngum milli Reykja-
víkur og Víkur í Mýrdal. Hann varð einnig að aka vötnin ströng,
Þverá og Markarfljót, er oft urðu illfær á sumardögum. Ferjaði
hann þá fólkið yfir á hestum, en bifreiðin beið á austurbakkanum.
Þetta voru erfið ferðalög, enda ekki öllum treystandi fyrir slíku,
en Ólafur ólst upp á milli þessara fljóta og gjörþekkti eðli þeirra.
Hann var hægur og traustur í framgöngu, enda ákveðinn í að sigra
vandann og það tókst honum hverju sinni.
Eitt sinn herjuðu mikii veikindi á móður mína. Var þá hringt til
Ólafs og hann beðinn að aka með hana suður til Reykjavíkur. Hann
brást vel við. Ekið var frá heimili okkar í desember, dagur þá
skammur og svelluð jörð. Ferðin gekk prýðilega. Fundum við þá,
hve þakklát við máttum vera þeim manni, er þorði fyrstur að ganga
á hönd bifreiðatækninni í Eyjafjaliasveit. En móðir mín kom heil
heilsu heim til okkar, er vorið kom. Án bifreiðarinnar veit ég ekki
104
Goðasteinn