Goðasteinn - 01.06.1978, Page 106

Goðasteinn - 01.06.1978, Page 106
um enn á tónlist, ekki vantar það, en tónlistin á Heimalandi fyrir 40 árum var brautryðjendastarf systkinanna frá Dalsseli. Þau sáu um að æskan átti ógleymanlegar ánægjustundir. Dalsselssystkinun- um var gefin sérstök tóngáfa og framkvæmdasemi. Á kreppuárunum keyptu þau sér harmoniku og mættu með hana á hverri samkomu alla nóttina. Síðar kallaði þetta á nýja tækni. Ekki var létt að sundríða vötnin með hljóðfærin fyrir framan sig, þótt sú áhætta væri löngum tekin. En nú var sem óðast að koma í ljós tækni nú- tímans. Bifreiðar ruddu sér til rúms í sveitum landsins og Ólafur í Dalsseli kom með fyrstu bifreiðina undir Eyjafjöllin og þar með bættist hagur hljómlistarfólksins, sem leit til kláranna sinna með þakklátum huga, þar sem þeir stóðu frísandi og hissa á óvæntri hvíldarstund. Nú sté það upp í bifreiðina, sem brunaði með hávaða um vegina svo að búfé allt hlaut að halda dómsdag í vændum eða þannig voru skelfingarleg viðbrögð þess. Já, Ólafur í Dalsseli breytti miklu. Samkomur allar urðu með öðru sniði. Honum fylgdi jafnan fjöldi ungs fólks, er áður hafði ekki átt kost á að sækja okkur heim, svo sem æskufólk frá Vík í Mýrdal og víðar að. Hlutum við heimamenn að kynnast þessu unga fólki, sem bar með sér frjálst viðmót og jók það ánægju að vera með því. Ekki var þó svo að vegakerfi sveitanna væru góð. Ólafur ók ekki breiða, beina vegi, þó hann héldi uppi samgöngum milli Reykja- víkur og Víkur í Mýrdal. Hann varð einnig að aka vötnin ströng, Þverá og Markarfljót, er oft urðu illfær á sumardögum. Ferjaði hann þá fólkið yfir á hestum, en bifreiðin beið á austurbakkanum. Þetta voru erfið ferðalög, enda ekki öllum treystandi fyrir slíku, en Ólafur ólst upp á milli þessara fljóta og gjörþekkti eðli þeirra. Hann var hægur og traustur í framgöngu, enda ákveðinn í að sigra vandann og það tókst honum hverju sinni. Eitt sinn herjuðu mikii veikindi á móður mína. Var þá hringt til Ólafs og hann beðinn að aka með hana suður til Reykjavíkur. Hann brást vel við. Ekið var frá heimili okkar í desember, dagur þá skammur og svelluð jörð. Ferðin gekk prýðilega. Fundum við þá, hve þakklát við máttum vera þeim manni, er þorði fyrstur að ganga á hönd bifreiðatækninni í Eyjafjaliasveit. En móðir mín kom heil heilsu heim til okkar, er vorið kom. Án bifreiðarinnar veit ég ekki 104 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.