Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 107

Goðasteinn - 01.06.1978, Qupperneq 107
sögu veikindanna og þó - þau urðu ekki leyst annarsstaðar en í Reykjavík. Hef ég því oft leitt hugann að því hve fallega systkinin í Dalsseli komu til fundar við samferðamennina hveru sinni. Ég veit líka að Ólafur í Dalsseli var sá fyrsti bifreiðarstjóri, er ók til Þórsmerkur, ásamt bræðrum sínum og fleiri félögum. Einnig þar er hann því brautryðjandinn. En Þórsmörk var æsku okkar ævintýraheimur þeirra, er byggðu Eyjafjöll. Hún var sótt heim með hugarfari pílagrímsins. Nú er hún fótum troðin af fjöldanum, sem ef til vill nýtur ekki unaðar af „þýðum þrastaklið og þungum vatnanið.“ En hún verður alla tíð helgimynd gamla Eyfellingsins að hans hinstu stund. Ólafur frá Dalsseli varð 70 ára 31. desember 1975. Þá skalf jörð hér svo ei varð svefns notið oft um nætur. Minningar margar og margvíslegar sóttu mig heim en næðið vantaði til að senda kveðju. Ég man indælan páskamorgun í Dalsseli, þar sem hin ljúflynda hús- freyja og móðir systkinanna, Guðlaug Hafliðadóttir, bar okkur súkkulaði og lúffengar kökur í rúmið. Það var eins og helgi ljómaði ætíð af Guðlaugu. Hún var boðberi hins góða í lífinu. Ég man ótal samverustundir, því ekki ósjaldan var ég tekin í bifreiðina. Auðvit- að vorum við upp með okkur ungu stúlkurnar, er slíkt hlutum og ekki út í bláinn, sem í vísunni segir um samherja Ólafs í Dalsseli í ferðum og flutningum: „Gaman er í bíl með Brandi, gaman er að reykja fíl.“ En það er önnur saga. Man ég Auðunn, hinn höfðinglega bónda, er unni börnum sínum og vildi mennta þau. Ekki var skólaganga ungmenna tíð um þær mundir, en hann tók erlenda stúdenta á heimili sitt svo börnin mættu nema lifandi tungu framandi þjóða. Með þeim barst ferskur blær í samfélagshópinn á Heimalandi. Ég minnist þess, er ég síðast átti kost á Þórsmerkurferð og allt, sem til hennar þurfti var frá Dalsseli. Já, lengi gæti ég talið, því myndirnar hrannast upp. Ég get vel tekið undir með skáldinu okk- ar, er svo kvað: „Ég vitja þín æska um veglausan mar, eins og vinar á horfinni strönd. Og ég man það var vor, er við mættustum þar, þá var morgunn um himinn og lönd.“ Já, það er aðeins sólskinsbirtan, sem fylgir minningunum um vini mína frá Dalsseli. Ég veit líka að til fundar mcð mér ganga margir þakklátir hugir Eyfellinga, því Goðasteinn 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.