Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 110
Úr sögu Markarfljótsfyrirhleðslu
1 öðru hefti Goðasteins 1970, bls. 85-90, var birt grein Vigfúsar
Bergsteinssonar á Brúnum undir Eyjaf jöllum frá árinu 1911 um
sögu fyrsta varnargarðs fyrir Markarfljót, 8 eljalandsgarð sins, sem
byggður var 1910. Várðveitt er bréf Vigfúsar Bergsteinssonar til
Magnúsar T orfasonar sýslumanns um tilraun, sem gerð var um
aldamótin 1900 til að steimna stigu við ágangi fljótsins. Bréfið er
merk heimild og vert þess að vakin sé á því athygli. Það fer hér
á eftir:
Brúnum, 11. júní, 1900.
Hr. sýsiumaður, Magnús Torfason.
Ég vil elcki láta hjá líða að skýra yður frá, hvernig tilraun sú,
sem gerð var, að hlaða fyrir Markarfljót, sem ákveðin var á mann-
talsþinginu á Skála 29. f. m. heppnaðist, og jafnframt vil ég leyfa
mér að þakka yður einlæglega yðar góðu tillöögur og fylgi í því máli.
Á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var að Skála 5. þ. m., var
ákveðið að 50 búendur í hreppnum skyldu leggja einn mann verk-
færan og einn hest til áburðar einn dag til að hlaða fyrir Fljótið
og borga með því kr. 1,25 af hreppsvegagjaldi um þ. á. og samkvæmt
þeirri ráðstöfun voru svo þessir menn kallaðir til vinnunnar 8. þ. m.
en ekki urðu það nema 38, sem komu, og munu veikindi og aðrar
sérstakar ástæður hafa hindrað hina frá að koma.
Svo var tekið t.ii starfa, flutt að grjót á 17 hestum í 5 klst. vega-
lengd nálega 200 faðmar, snydda og hey á 16 hestum. Timbur var
ekki notað. Þegar við svo álitum að komið væri nóg af grjóti, var
tekið til að hlaða. Fyrst var hlaðinn nálega þriggja faðma langur
garður út í álinn frá austurlandinu, úr grjóti að mestu, og þar næst
var allt heyið sett út í fyrir ofan garðinn og það svo látið fara í
108
Goðasteinn