Goðasteinn - 01.06.1978, Side 115

Goðasteinn - 01.06.1978, Side 115
þar þó engir aukvisar fyrir, sem þeir voru Matthías Jochumsson, Steingrímur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, Grímur Thomsen og upprennandi snillingar eins og Hannes Hafstein, Einar Bene- diktsson, Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson og ýmsir aðrir. Þessi stórfenglegu kvæði Þorsteins birtust framan af í tíma- ritunum Sunnanfara og Eimreið.inni og þar las fólk t. d. ljóðin Fyrsta maí, Örlög guðanna, Arfinn, Rask, Brautina og önnur, sem vöktu feikna athygli og hrifningu. Árið 1897 kom svo út fyrsta ljóðabók Þorsteins, er nefndist Þyrnar, og mun óhætt að segja að fáum bókum haf.i nokkurn tíma verið jafnmikið og almennt fagnað með þjóð okkar. Hjálpast þar allt að bragfimi, orðsnilld og stíl- fegurð hins fullveðja þjóðskálds og þó ekki síður sá boðskapur, sem kvæðin fluttu og urðu þess valdandi að þessi litla bók var bókstaflega lesin upp. Þorsteinn Erlingsson átt.i sannarlega marga strengi í ljóðahörpu sinni. En þeir sem einna skærast óma eru annars vegar aðdáun hans á íslenskri náttúru, ást hans á sögu og menningu þjóðarinnar og rík samúð hans með smælingjum og öllum, sem eiga í vök að verjast, en hins vegar sterk réttlætistilfinning og frelsisást ásamt tæpitungulausri andúð hans á yfirdrepsskap og hræsni, myrkra- verkum, ofbeldi og kúgun. Eiginleikar hans í skáldskap spanna raunar yfir allt hljómborðið frá rómantík til raunsæis og þetta allt sameinar hann á svo meistaralegan hátt að segja má að nálgist fullkomnun. Kvæðabókin hans Þyrnar hefur oft komið út síðan og einnig liggur eftir hann margt annað, svo sem ljóðabókin Eiðurinn, fjölmargar smásögur, ævintýri, dýrasögur, þjóðsögur og fleira í lausu og bundnu máli. í ljóðum Þorsteins er oft vikið að æskustöðvum hans í Rangár- þingi og sér skáldið gjarna fornar slóðir í ljóðrænni fcgurð, þar sem gleði og áhyggjuleysi skipa öndvegi. Kemur það ljóslega fram í kvæðum svo sem t Hlíðarendakoti, Sólskríkjunni, Litla skáld á grænni grein og ýmsum öðrum. En hann dáir ekki aðeins æskuárin, heldur einnig æskuna á hverjum tíma og trúir á hana. Skírskotar hann oft til hinna ungu, sem með bjartsýni og djarfmannlegu áræði sækja fram til sannara, betra, réttlátara og fegurra lífs. Fer ekki á milli mála um þetta við- horf, þar sem hann segir: Goðasteinn 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.