Goðasteinn - 01.06.1978, Síða 115
þar þó engir aukvisar fyrir, sem þeir voru Matthías Jochumsson,
Steingrímur Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, Grímur Thomsen
og upprennandi snillingar eins og Hannes Hafstein, Einar Bene-
diktsson, Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson og ýmsir aðrir.
Þessi stórfenglegu kvæði Þorsteins birtust framan af í tíma-
ritunum Sunnanfara og Eimreið.inni og þar las fólk t. d. ljóðin
Fyrsta maí, Örlög guðanna, Arfinn, Rask, Brautina og önnur, sem
vöktu feikna athygli og hrifningu. Árið 1897 kom svo út fyrsta
ljóðabók Þorsteins, er nefndist Þyrnar, og mun óhætt að segja að
fáum bókum haf.i nokkurn tíma verið jafnmikið og almennt fagnað
með þjóð okkar. Hjálpast þar allt að bragfimi, orðsnilld og stíl-
fegurð hins fullveðja þjóðskálds og þó ekki síður sá boðskapur,
sem kvæðin fluttu og urðu þess valdandi að þessi litla bók var
bókstaflega lesin upp.
Þorsteinn Erlingsson átt.i sannarlega marga strengi í ljóðahörpu
sinni. En þeir sem einna skærast óma eru annars vegar aðdáun
hans á íslenskri náttúru, ást hans á sögu og menningu þjóðarinnar
og rík samúð hans með smælingjum og öllum, sem eiga í vök að
verjast, en hins vegar sterk réttlætistilfinning og frelsisást ásamt
tæpitungulausri andúð hans á yfirdrepsskap og hræsni, myrkra-
verkum, ofbeldi og kúgun. Eiginleikar hans í skáldskap spanna
raunar yfir allt hljómborðið frá rómantík til raunsæis og þetta allt
sameinar hann á svo meistaralegan hátt að segja má að nálgist
fullkomnun.
Kvæðabókin hans Þyrnar hefur oft komið út síðan og einnig liggur
eftir hann margt annað, svo sem ljóðabókin Eiðurinn, fjölmargar
smásögur, ævintýri, dýrasögur, þjóðsögur og fleira í lausu og bundnu
máli. í ljóðum Þorsteins er oft vikið að æskustöðvum hans í Rangár-
þingi og sér skáldið gjarna fornar slóðir í ljóðrænni fcgurð, þar
sem gleði og áhyggjuleysi skipa öndvegi. Kemur það ljóslega fram
í kvæðum svo sem t Hlíðarendakoti, Sólskríkjunni, Litla skáld á
grænni grein og ýmsum öðrum.
En hann dáir ekki aðeins æskuárin, heldur einnig æskuna á
hverjum tíma og trúir á hana. Skírskotar hann oft til hinna ungu,
sem með bjartsýni og djarfmannlegu áræði sækja fram til sannara,
betra, réttlátara og fegurra lífs. Fer ekki á milli mála um þetta við-
horf, þar sem hann segir:
Goðasteinn
113