Úrval - 01.11.1977, Side 3
1
11. hefti
36. ár
Úrval
Nóvember
1977
Sagt er að skipta megi sagnorðum í tvennt: Annars vegar þær sagnir sem lýsa
varanlegu ástandi, „varanlegar” sagnir, hins hins vegar þær, sem lýsa athöfn,
„athafnarsagnir.” Sumar sagnir geta verið beggja merkinga og verður þá að
miðavið aðstæður, hvorummeginskalflokkahverjusinni. Núerþað einnig svo,
að athafnarsögn getur táknað það sem er orðið svo reglulegt, að það eru áhöld
um, hvort það sé ekki orðið varanlegt.
Þettaereittafþvísemmenneruaðleikasérmeðísambandi við mál, og dæmi,
sem oft er vitnað til, er einmitt sögnin að rigna. í sjálfu sér táknar hún athöfn,
ekki það sem er varanlegt. En sunnlendingar mega þá væntanlega velta því fyrir
sér, hvort sú athöfn, sem felst í sögninni, sé ekki orðið svo varanleg á þessu
landshorni, að sögnin ,,að rigna” megi hér teljast „varanleg” sögn.
Þegar þetta er ritað er komið fram á vetur, en lítið bólar á öðru haustveðri
heldur en rigningum. Með tilliti til þess hve veðráttan hefur verið áþekk nú
undanfarandisumur, freistastmenn til að veltaþví fyrir sér, hvort veturinn verði
ekki eins og í fyrravetur, en þá rigndi þegar á annað borð var úrkoma hér
sunnanlands ogþað var oftast úrkoma. Fram að páskum hafði aðeins einu sinni
komið dálítill snjór og hann tók upp daginn eftir að hann féll. Ef annálaritarar
fyrri tíma hefðu lifað slíkan vetur, hefði hann vafalaust hlotið heitið
„Votivetur” í þeirra skrifum.
En hvað sem því líður: Vonandi getur hefti það, sem hér kemur fyrir
almenningssjónir, dregið ögn úr vetrardrunganum hjá lesendum sínum, hvort
sem hann rignir nú eða snjóar — eða gerir bara hreinviðri með stillu.
Ritstjóri.
Forsíðan:
Þessi karl og félagar hans mega margir hverj ir éta það sem úti frýs yfir veturinn,
þó aðrir afsama tagi búi við góðan húsakost og gott fóður. Reyndar sýnist hann
ekki kvíða vetri þessi fákur, sem Jim Smart hitti á förnum vegi.