Úrval - 01.11.1977, Side 13
11
Hann lá skorðaður t btlflaki í djúpu fjallagljúfri,
ósýnilegur frú veginum fyrir ofan. Viðfangsefni
hans var tvenns konar: Annars vegar að draga
fram lífið á því sem var innan seilingar hans,
hins vegar að losa sig úr þessum helgreipum.
SEXTÁN DAGA í BÍLFLAKI
— Emily og Per Ola d’Aulaire —
nn gerði sér ekki grein fyrir
því hvað var að gerast fyrr
en það var um seinan.
vií Eina stundina þreifuðu
H
VI/\T/\t/ _
/h«\/NvK-/.e bílljósin fyrir sér í ljósa
skiptunum á bugðóttum fjallaveg-
inum, hina stundina hrundi heimur
Johns Vihtelics. Stationbíllinn hans
sveigði til hægri, lenti ofan í holu á
mjóum veginum og John missti stjórn
á honum. Hann fann hann velta,
heyrði þegar málmurinn beyglaðist,
fannst hann sjálfur kastast um eins og
tuskubrúða.
Þegar kyrrðist, uppgötvaði hann að
hann lá á grúfu á innanverðu
bílþakinu næstum því ofan í botni
gljúfursins. Hannn þuklaði um líkama
sinn og þótti sem allt væri í lagi, aðeins
nokkrir skurðir og skrámur. Hann leitá
klukkuna: Hún var átta að kvöldi.
Hann reyndi að losa sig, en það var
ekki svo auðvelt. Hann vatt upp á sig
eins og hann gat og sá þá, þótt orðið
væri nærri fulldimmt, að um hálfs
meters hár trjábolur, leifar af föllnu
tré, um 15 sentimetrar að þvermáli,
hafði rekist í gegnum framrúðuna og
skorðaði ristina á vinstri fæti hans jafn
rækilega við mælaborðið og hann
hefði verið festur þar í skrúfstykki.
Hann hafði sinnu á að rjúfa