Úrval - 01.11.1977, Side 15
SEXTÁN DA GA IBÍLFLAKI
13
brekkuna sem hann hafði ekið niður
kvöldið áður en slysið varð.
Hann sá bíl fara hjá snemma
þennan morgun og var viss um, að til
hans hefði sést. Hann gat engan
veginn vitað, að hann var svo gott
sem ósýnilegur. Bíllinn hans hafði
oltið nærri 50 metra niður í gilið,
niður 60 gráðu halla, og lá nú
nokkurn veginn á gilbotninum. Þar
sneri hann hjólunum upp og var
alveg samlitur moldinni í brekkunni
og grjótinu í lækjarfarveginum.
Þegarjohn skilaði sér ekki til
vinnu á mánudagsmorgninum
varð yfirmaður hans hjá Draka-
Willock, Steve Evarts, áhyggju-
fullur. Hann vissi, að Rainier-
svæðið var talið varasamt. Hann
hringdi til eftirlitsmannanna
þar, lýsti bílnum, sem John 6k,
og bað þess að leitað yrði í
garðinum. Eljótlega hafði verið
farið um alla vegi garðsins, 180
km að lengd, og skoðað ofan í
gljúfur og fram af hengiflug-
um. Yfirmaður garðeftirlitsins
tilkynnti Evarts: ,,Þessi bíll er
ekki hér í garðinum. ”
Þegar tíu bílar voru komnir hjá án
þess að nema staðar, skildist John að
það gat liðið langur tími áður en
hann fyndist. Hann hafði aðeins
fundið eitt epli í bílnum, annað
hafði hann ekki ætilegt. En hann
hafði ekki áhyggjur af mat. Hann var
hátt í 1.9 metrar á hæð og rösk 80
kíló og taldi sig geta dregið fram lífið
í nokkra daga á varaforðanum
einum. En hann þurfti að fá vatn. Og
af því þeyttust þúsundir lítra á
mínútu fram hjá, aðeins um þrjá
metra frá bílnum.
Nú tók John að rífa innréttinguna
úr bílnum, smátt og smátt. Fyrst bjó