Úrval - 01.11.1977, Side 16
14
URVAL
hann til einskonar „veiðistöng” með
því að rífa úr sterku málmbogana,
sem héldu toppklæðningunni á
sínum stað. Svo hnýtti hann saman
búta af rafmagnsvír sem hann reif
innan úr klæðningunni og innan úr
hurðunum, og bætti við það bandinu
af svefnpokanum sínum og nælon-
girninu úr tennisspaðanum. Annan
endann af þessari hnútasnúru batt
hann svo við stöngina sína, en á hinn
endann batt hann íþróttabol. Svo rak
hann þetta út um gluggann og dýfði
bolnum í lækinn, lét hann gegn-
blotna og dró hann svo inn til sín
aftur. Það tók þó nokkur köst að fá
sem svaraði glasi af vatni, og sum
köstin misheppnuðust — vírarnir
fesmst á ójöfnum á jörðinni og
tennisgirnið hringaðist upp — en
hann vissi nú að hann myndi ekki
farast úr þorsta.
Fyrsta daginn í gljúfrinu vann
hann jafnt og þétt á rótarstúfnum,
sem hélt honum föstum. Hann hjó í
stúfinn með tjakkskaftinu til þess að
reyna að losa hann í sundur. En það
gekk hægt og ekki sársaukalaust; það
var jafn oft og hitt að hann hitti í
öklann á sér með járninu og í
trjábolinn. Hann minntist þess, sem
honum hafði verið innrætt í hernum:
Verðirþú tekinn fastur, erþað skylda
þín að reyna stöðugt að komast
undan. Þessi orð sungu aftur og aftur
í heila hans. Hann kastaði sér fram og
afmr og vonaðist til að geta velt
bílnum ofan af rótinni. Hann reyndi
að sprengja varadekkið til að komast
að tjakknum fyrir aftan það, í von
um að geta þá notað hann til að lyfta
bílnum af trjábolnum. En ekkert af
þessu lánaðist.
Hann kom sér upp ströngu
daglegu kerfi. Á hverjum morgni
„fiskaði” hann sér vatn, fékk sér að
drekka, þvoði sér í framan og greiddi
sér. Milli „vinnustunda” svaf hann
tvær eða þrjár klukkusmndir bæði
um daga og nætur. Hann hélt skýrslu
um athafnir sínar og skrifaði
nákvæmlega dag og tíma, hvenær
hann vaknaði, hvenær hann drakk,
hvað hann hugsaði. Hann vissi að
það var nauðsynlegt að hafa eitthvað
fyrir stafni ef hann átti að halda
sönsum. Verst var þetta á nótmnni,
þegar það var of dimmt til að gera
neitt og hann gat ekki sofið. Þá lá
hann bar í köldu bílflakinu og bað:
Góði, góði guð, losaðimig héðan og
leyfðu mér að komast aftur til
fólksins mtns.................
Miðvikudaginn 13. septem-
ber kom Frank, eldri bróðir
Johns, fljúgandi frá Detroit og
hóf leit að bróður sínum. I
borginni Ashford, nokkra kíló-
metra vestur af þjóðgarðshlið-
inu, sagðist kráareigandi einn
hafa séð mann, sem svaraði til
lýsingarinnar á John, á laugar-
dagsmorguninn. Hann hefði
spurt til vegar til Rortland. En
hún___kráareigandinn var kona
— reyndist hafa farið mannavilt
—John hafði aldrei komið inn t
krána — en upplýsingar hennar