Úrval - 01.11.1977, Síða 30

Úrval - 01.11.1977, Síða 30
28 URVAL þess að kaupa honum hest, og hann hélt af stað til Ítalíu. Fáum mánuðum síðar sat hann fyrir utan krá í Feneyjum og málaði fræga mynd eftir minni. Allt í einu gall við rödd fyrir aftan hann: ,,Stórkostlegt — betra en fyrir- myndin! Ég skal fara með þér til vinar míns, Vincenzo Gonzaga hertoga af Mantua, og þar með er framtíð þín tryggð.” Rubens varð hirðmálari í Mantua, þar sem hann gerði eftirmyndir frægra verka og andlitsmyndir af fjölskyldu hertog- ans. Þegar hann hafði verið átta mánuði á Ítalíu barst honum sú frétt að móðir hans væri hættulega veik. Hann hélt þegar í stað til Antwerpen, en kom of seint til að hitta hana lífs. En erkihertoginn Albrecht og Infanta Isabella, stjórnendur Holland, (sem þá laut spánskri yfirstjórn), dáðu hann mjög sem mann og útnefndu hann hirðmálara. það var fyrir ráðhús borgarinnar sem hann málaði hina áhrifamiklu Tignun töfranna með 28 mannsmyndum í eðlilegri stærð. Skömmu síðar málaði hannToiéw Krists afkrossinum fyrir dómkirkjuna í Antwerpen, en sú mynd er almepnt talin meistarastykki hans. 32 ára að aldri gekk hann að eiga Isabellu Brant, dóttur fyrirmanns í borginni. Hún var 14 árum yngri en hann. Eftir 17 ára hamingjusamt hjónaband lést hún mjög snögglega. Rubens var niðurbrotinn maður, en leitaði flótta undan sorginni með því að taka að sér starf sem fáir listmálarar gætu leyst vel af hendi — hann gerðist ambassador. Hann var mjög fágaður, kurteis og laginn að koma fram málum og varð einn besti sendifulltrúi sinnar samtíðar, og hafði þó samkeppni meira að segja af hinum slægasta allra stjórnmála- manna, Richelieu kardínála. En þótt hann ferðaðist víða sem ambassador, lagði hann pensilinn ekki á hilluna. Samkenndin í vinnustofunni varð honum meira að segja til framdráttar sem ambassador — það er leiðigjarnt að sitja fyrir og það er freistandi að gera málarann að trúnaðarmanni sínum. Eitt sinn er hann var að mála hertogann af Andlitsmynd af Sir Theodore Turquet de Mayeme, lœkni Charlesar I Englandskonungs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.