Úrval - 01.11.1977, Page 33
31
Maðurþarfekki að vera milljónamœringur til að
dvelja t þessu blómstrandi smáríki.
MÓNAKO
MÆTIR TÍMANUM
— Irving Marder —
ertogaekkjan við Mið-
jj) jarðarhafið er að láta lyfta
íjj á sér andlitinu. Hún er
vtí betur þekkt sem hertoga-
✓KvfcvKvKdí dæmið Mónakó, og jafn-
vel ennþá betur, þótt ónákvæmt sé,
sem Monte Carlo. Þessi roskna
fyrirfrú var farirl að láta dálítið á sjá.
Þegar ég kom þangað nýlega 1
heimsókn, gekk skurðaðgerðin ágæt-
lega. Hinn forni þokki frúarinnar er
enn samur við sig — sól, blár
himinn, glitrandi haf. En nú er að
koma nýtt yfirbragð, jafnvel við-
bætur, til dæmis hefur uppfylling út
í sjóinn bætt 32 hektörum lands við
ríkið.
Andlitslyfting hertogaekkjunnar
til þess að mæta kröfúm 20. aldar,
breyta persónuleika hennar frá því að
vera nær eingöngu vetrarleikvangur
auðkýfinga til þess að verða vinnandi
smáríki þar sem allir geta unað sér
árið um kring, hófst að marki árið
1949, þegar Rainer prins III., þá 26
ára, tók við af afa sínum sem
þjóðhöfðingi Mónakó. Hann er þrí-
tugasti og fyrsti stjórnandi landsins af
hinni fornu ætt Grimaldis. Hið litla
ríki hans, sem er rúmir 1500 hektarar