Úrval - 01.11.1977, Qupperneq 35
MÖNAKÖ MÆTIR TÍMANUM
33
tekjuskatt. Bretar, Þjóðverjar, Hol-
lendingar, Svíar og Frakkar koma líka
til þess að hreiðra rólegir um sig í
hreiðmm úr múrsteini og steypu.
Síðustu fímm árin hafa fast að 2000
íbúðir verið byggðar eða heimilaðar
og yfír 3000 í viðbót eru á
teikniborðinu. Allt þetta þýðir
peninga í umferð og vinnu.
,,Ég vil að Mónakó sé góður staður
að hvíla sig á, en líka að vinna á,”
sagði prinsinn einu sinni. Þegnar
hans, 25 þúsund talsins — þar af
innan við 5000 raunverulegir borgar-
ar Mónakó — geta ekki fundið
höggstað á honum hvað þetta snertir.
Þar hefur léttur iðnaður blómstrað,
án þess þó að valda mengun, því
Rainer er strangur umhverfisverndar-
maður og allar nýungar eru háðar
persónulegu leyfí hans sjálfs. Króm-
listar og skraut á bíla og rafeindatæki
í flugvélar — þar á meðal Concorde
— er meðal þess sem Mónakó
framleiðir. Af öðmm framleiðslu-
vömm má nefna snyrtilyf, læknislyf
og niðursoðin matvæli.
Samskipti við aðrar þjóðir em í
góðu gengi. Eina landið, sem á
landamæri að Mónakó er Frakkland.
Meðan Rainer er við völd verður
næstráðandi hans, ríkisráðherrann,
alltaf að vera franskur embættis-
maður, og er þetta í samræmi við
samkomulag frá 1918. Þetta hefur
gengið vel með sárafáum undan-
tekningum.
Ein þeirra varð 1962, þegar sauð
upp úr í samskiptum Mónakó og de
Gaulles forseta. De Gaulle taldi
Mónakó himnaríki fyrir franska
skattsvikara. Frönskum tollvörðum
var raðað upp á landamærin, sem
fram til þessa höfðu ekki verið merkt.
Myndi Ijónið gleypa músina? Loks
náðist þó samkomulag: Frakkland
myndi láta Mónakó í friði og Mónakó
leyfði Frökkum að skattleggja þá
þegna Frakklands, sem bjuggu í
Mónakó, eins og þeir væru í
Frakklandi. Þar með héldu frönsku
tollverðirnir heim.
Önnur stórátök stjórnar Rainiers
prins voru við Aristóteles Onassis.
1952 keypti gríski skipakóngurinn,
með samþykki Rainiers, meirihlut-
ann í Société des Bains de Mar
(SBM), sem á og rekur Monte Carlo
spilavítið og marga fleiri ferða-
mannastaði í Mónakó. En fljótlega
upp úr 1960 kom glögglega í ljós að
hugmyndis Onassis um það hvernig
ætti að reka SBM komu ekki heim við
hugmyndir prinsins. 1 augum
Onassis var þetta aðeins eitt gróða-
fyrirtækið enn, en í augum Rainiers
var þetta stærsti vinnuveitandi þegna
hans og mikilvæg lífæð Mónakós.
Þegar átök þessara tveggja manna
hófust, veðjuðu flestir á Onassis. En
Rainier gerði sér hægt um hönd og
jók hlutabréfin í SBM og lét ríkið
kaupa meirihlutann. Onassis seldi
sinn hlut fyrir fast að milljarði króna
og græddi vel.
Nú gat Rainier haldið áfram
andlitslyftingunni. Hann var ákveð-
inn í að hafa ekki öll egg Mónakó í