Úrval - 01.11.1977, Page 41
PR ÚÐULEIKARARNIR
39
gegn en þær sýningar voru ætlaðar til
að kenna forskólanemendum að telja
og lesa. En þrátt fyrir geysigóðar
viðtökur sem Prúðuleikararnir fengu
í Sesam Street þáttunum, þá var þessi
velgengni þó áfall fyrir þá uppruna-
legu áætlun Hensons að Prúðuleikar-
arnir ættu að vera skemmtun fyrir
alla, en ekki þara þörn. Henson
reyndi ötullega að vekja áhuga
aðalstöðva bandarísku fjölmiðlanna
með vikulegum Prúðuleikaraþætti
sem ætlaður var öllum sjónvarps-
áhorfendum. En framkvæmdaaðilar
sjónvarpsins fengu ekki áhuga. Því
tók hann boðinu um að fara til
Englands og framleiða þar sjónvarps-
þætti sem áttu að fara á alheims-
markað, það var uppfylling drauma
hans. Móttökurnar sem fyrsta sýning
Prúðuleikaranna fékk þar styrktu þá
trú Hensons að þær væru fyrir alla.
Ekki spillti það að Félag amerískra
skemmtikrafta sýndi þeim þann
heiður að kjósa þá sem skemmti-
krafta ársins 1976, og talaði um þá
sem , ,sérstaka skemmtun’ ’, ekki bara
sem ,, barnaskemmtun ”, heldur
skemmtun fyrir alla.
Til þess að sjá hvernig Prúðuleik-
ararnir verða til heimsótti ég
verkstæði Henson, þar sem 28 manns
hafa vinnu. Sex sjá um texta og
framkomu brúðanna, 12 eru lista-
menn, sem vinna á verkstæðinu og
tíu fást við ýmis framkvæmdaatriði. í
grundvallaratriðum er það þannig að
gerðar eru skissur af persónum, sem
eiga við einhverja ákveðna skapgerð
eða hafa ákveðna framkomu. ,,Svo
höldum við áfram að prjóna við þær
hugmyndir — og gerum oft
breytingar eftir því sem líður á
verkið.”
Þegar brúða á að lýsa persónuleika,
verður textahöfundur að byrja á að
finna út hvað það er sem lýsir
persónuleikanum best í rödd og
hreyflngum, Henson segir: ,,Það
verður að læra hvaða möguleikar eru
fyrir brúðurnar í sjónvarpinu sérstak-
lega. Þegar maður á við brúður hefur
maður efni sem er í sjálfu sér mjög
takmarkað. Á meðan leikari hefur
óendanlega möguleika á að ná
áhrifum með svipbrigðum, geta
flestar brúðurnar aðeins opnað
munninn. En hvernig höfðinu er
haldið, hvernig hreyfingarnar eru eða
hvert brúðan lítur framkallar áhrif.
Fimm gráða mismunandi halli á
höfðinu getur líka gefið til kynna
mismunandi tilflnningar.” Stjórn-
endur brúðanna eru venjulega fyrir
neðan sviðið. Fyrir brúðu eins og
Kermit, sem getur ekki tekið hluti
með höndunum eru notaðar grannar
stengur til að stjórna örmunum, þær
eru málaðar í sama lit og bakgrunn-
urinn til þess að þær sjáist sem
minnst. Til að stjórna brúðu sem
getur haldið á hlutunum þarf tvo til
að stjórna. Annar þarf að sjá um
munn brúðunnar og aðra höndina og
þarf til þess báðar hendurnar og hinn
sér um hina hönd brúðunnar; báðir
verða að fylgjast með upptökuskerm-
um til að sjá hvað áhorfendur sjá. Það