Úrval - 01.11.1977, Page 42
)
s
tekur venjulega nokkur ár að þjálfa
brúðustjórnanda hjá Henson.
Síðastliðið vor hélt Kermit froskur
upp á 21 árs afmælið sitt með
sérstakri klukkustundar dagskrá
ásamt Dinah Shore show. Svínka
trúði Dinah fyrir því að hún væri
glötuð af ást til Kermits. „Elsku
góða, fröken Dinah,” sagði hún,
„hjálpaðu mér tii að fá froskinn
minn. ’ ’ En Kermit var upptekinn við
að syngja „There’s No Business Like
Show Business,” með Ethel Merman.
„Þegar hún syngur,” segir Kermit,
,,er ég frá mér numinn.”
Hápunktur samkomunnar var
þegar Jane Henson kom til hjálpar
manni sínum við að endurvekja
sýningu þeirra á kvöldskemmtuninni
ÚRVAL
eftirminnilegu, fyrir tuttugu árum.
Og afmr söng Kermit: , ,Ég hef vanist
andliti þínu,” við purpura rauða
ófreskju sem át sitt eigið andlit og
reyndi svo að éta Kerrnit.
Eitt merki þess hve hátt Prúð-
leikararnir hafa risið á ferli sínum var
auglýsingin sem þeir fengu með
risastómm Kermitloftbelg, sem sveif
yfír New York City á þakkarhátíðinni
nú í ár. Áður hefur til dæmis Mikki
mús orðið aðnjótandi þess heiðurs.
Samfélag Kermits við heimsfrægar
myndasögupersónur af því tagi
minnir okkur á að brúðuleikur í
sjónvarpinu hefur orðið ódauðlegur
með tilkomu persónuleika Prúðu-
leikaranna.
★