Úrval - 01.11.1977, Page 46
44
URVAL
, Já, það ætti að gera það.”
Svo sátum við og sötruðum kaflfxð í
okkur í nokkrar mínútur. Svo spurði
ég: ,,Hvað kostaði úrið?”
„Hvaða úr?”
,,Orið sem þú keyptir handa
drengnum!”
,,Ég keypti ekkert úr.”
„Þvæla. Hann sagði mér það
sjálfur. ’ ’
Jenkins varð sauðarlegur á svipinn.
Hann var stórvaxinn maður og hann
laut yfir kaffið sitt eins og hann
óskaði þess að geta falið sig í þvx.
„Það kostaði tólf dollara.”
Ég gramsaði í vasa mínum. ,,Allt í
lagi. Hérna eru sex. Við skiptum
þessu með okkur.”
Ég starði út í bláinn og lauk við
kaffið úr bollanum. Ég heyrði þegar
hann safnaði peningunum saman í
stóru hendina.
„Komdu nú, Will,” sagði hann.
„Við skulum koma og krækja í
einhverja lögbrjóta.” ★
Það er svo óendanlega lítið, sem þú gefur er þú gefur af eignum
þínum. Það er þegar þú gefur af sjálfum þér, sem þú gefur í raun og
veru. Kahil Gibran
spekingur